Rjóma/skyrís með þristakökudeigi

Ljúffengur rjóma/skyrís með þristakökudeigi að hætti Helgu Margrétar.
Ljúffengur rjóma/skyrís með þristakökudeigi að hætti Helgu Margrétar. mbl.is/Eyþór

Helga Mar­grét Gunn­ars­dótt­ir nær­ing­arþjálf­ari er ein­stak­lega góð í að gera ljúf­feng­ar og holl­ar mat­ar­upp­skrift­ir.  „Við fjöl­skyld­an erum alltaf með kalk­ún á jól­un­um og yf­ir­leitt er það smjörsprautaða kalk­úna­skipið frá Hag­kaup sem verður fyr­ir val­inu,“ seg­ir Helga Mar­grét Gunn­ars­dótt­ir og bæt­ir við að rjóma/​skyrís­inn með þrista­köku­deig­inu sé svo punkt­ur­inn yfir i-ið á jól­un­um. Holl og skemmti­leg upp­skrift sem er ekki flókið að gera. 

Helga Magga hvetur alla til að prófa sig áfram með …
Helga Magga hvet­ur alla til að prófa sig áfram með skýrís með þrista­köku­deigi um hátíðirn­ar. mbl.is/​Eyþór

Rjóma/skyrís með þristakökudeigi

Vista Prenta

Rjóma/​skyrís með þrista­köku­deigi

  • 250 ml rjómi
  • 250 g vanillu­skyr
  • 4 egg
  • 50 g syk­ur
  • Hálft til­búið þrista­köku­deig frá Evu Lauf­eyju eða eft­ir smekk, má vera meira.

Aðferð:

  1. Byrjið á því að aðskilja eggja­hvít­una og -rauðuna, stífþeytið svo rauðuna með sykr­in­um. 
  2. Í ann­arri skál stífþeytið þið eggja­hvít­urn­ar. 
  3. Í þeirri þriðju þeytið þið rjómann og svo er gott að þeyta skyrið ör­lítið til að fá loft í það. 
  4. Blandið öllu vel sam­an, fyrst rjóm­an­um við eggj­ar­auðurn­ar og svo eggja­hvít­un­um sam­an við ásamt skyr­inu. Skerið köku­deigið í bita og blandið út í skál­ina. 
  5. Færið ís­blönd­una í form sem pass­ar í fryst­inn ykk­ar. 
  6. Gott er að setja filmu yfir formið eða hafa í íláti með loki. 
  7. Frystið í sex klukku­stund­ir hið minnsta. 

Þessa upp­skrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka