Humar með eplarjómasósu

Girnilegur humar sem forréttur á jólunum.
Girnilegur humar sem forréttur á jólunum. mbl.is/Eyþór

Helga Mar­grét Gunn­ars­dótt­ir nær­ing­arþjálf­ari gerði ný­verið girni­leg­an hum­ar með eplar­jómasósu, sem hún mæl­ir með að hafa í for­rétt á jól­un­um. Það er hefð á henn­ar heim­ili að vera með kalk­ún í aðal­rétt og legg­ur hún sig fram um að gera all­ar upp­skrift­ir á þann hátt að þær séu ein­fald­ar og með holl­ust­una í fyr­ir­rúmi. 

Helga Margrét Gunnarsdóttir næringarþjálfari er fastheldin á það að hafa …
Helga Mar­grét Gunn­ars­dótt­ir nær­ing­arþjálf­ari er fastheld­in á það að hafa kalk­ún í mat­inn á aðfang­ar­dag. Þegar kem­ur að meðlæti og for­rétt­um er hún til í að prófa sig áfram. mbl.is/​Eyþór
Humarinn tekur sig vel út á veisluborðinu hennar Helgu Margrétar.
Humar­inn tek­ur sig vel út á veislu­borðinu henn­ar Helgu Mar­grét­ar. mbl.is/​Eyþór

Humar með eplarjómasósu

Vista Prenta

Hum­ar með eplar­jómasósu

  • 500 g skelflett­ur hum­ar
  • 2 gul epli
  • 50 g smjör

Sósa

  • 2 skalott­lauk­ar, litl­ir
  • 1 dl hvít­vín
  • 2,5 dl rjómi
  • 1 tsk. dijons­inn­ep
  • 1-2 tsk. fljót­andi humar­kraft­ur frá Tasty
  • Salt og pip­ar
  • Sósu­jafn­ari

Aðferð:

  1. Saxið lauk­inn smátt og steikið á olíu á pönnu. 
  2. Bætið hvít­víni og rjóma sam­an við og sjóðið við væg­an hita í um fimm mín­út­ur. 
  3. Þykkið sós­una svo ör­lítið með sósu­jafn­ara. Því næst er sós­an bragðbætt með kalk­únakrafti, salti, pip­ar og sinn­epi. 
  4. Afhýðið epl­in og skerið í smáa ten­inga. 
  5. Bræðið smjörið á pönnu og steikið humar­inn ásamt epl­un­um í 1-2 mín­út­ur. 
  6. Hellið sós­unni á pönn­una og látið sjóða í eina mín­útu. Berið strax fram. 
  7. Mér finnst gott að bera þetta fram á ristuðu súr­deigs­brauði með fersku káli eða kletta­sal­ati. 

Þessa upp­skrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup.

Humar með eplarjómasósu á girnilegu brauði er góð hugmynd á …
Hum­ar með eplar­jómasósu á girni­legu brauði er góð hug­mynd á jól­un­um. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert