Kartöflugratín með rifnum osti

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:24
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:24
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Fyr­ir þá sem vilja prófa eitt­hvað nýtt um jól­in, aðeins öðru­vísi kart­öfl­ur en í jafn­ingi er hér ljúf­fengt kart­öflugratín með rifn­um osti. Snæ­dís Jóns­dótt­ir mat­reiðslumaður sýn­ir hér hvernig má út­búa þenn­an skemmti­lega rétt. 

Kartöflugratín með rifnum osti

Vista Prenta

Kart­öflugratín með rifn­um osti

Jafn­ing­ur

  • 50 g smjör
  • 50 g hveiti
  • 1 l mjólk
  • ½ tsk. salt
  • 1-3 msk. syk­ur
  • Ögn af múskati

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið í potti og hrærið hveiti sam­an við þannig að úr verði smjör­bolla.
  2. Hellið mjólk­inni var­lega sam­an við og hrærið þar til bland­an er kekkjalaus.
  3. Látið sjóða í nokkr­ar mín­út­ur, hrærið vel á meðan og kryddið með salti, sykri og múskati eft­ir smekk.
  4. Bætið soðnum kart­öfl­um út í jafn­ing­inn.

Kart­öfl­ur

  • 1 kg kart­öfl­ur

Aðferð:

  1. Sjóðið kart­öfl­urn­ar upp úr salt­vatni.
  2. Skrælið kart­öfl­urn­ar og skerið í sneiðar.
  3. Hitið ofn­inn í 180°C.
  4. Raðið í eld­fast mót og setjið sósu á milli.
  5. Rífið ost að eig­in vali yfir, og bakið þar til ost­ur­inn er bráðnaður.

 

Þessa upp­skrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup.

Kartöflugratín með rifnum osti.
Kart­öflugratín með rifn­um osti. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert