Jólakaffiboð Mörtu Maríu

Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans
Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans mbl.is/Eyþór

Fyr­ir jól­in er ómiss­andi að líta inn hjá Mörtu Maríu Arn­ars­dótt­ur skóla­meist­ara Hús­stjórn­ar­skól­ans. Hún var ung að árum þegar amma henn­ar og nafna kenndi henni að baka randalínu, dekka borð og bjóða ást­vin­um í fal­legt kaffi­boð. Marta María ger­ir allt sem hún kem­ur ná­lægt fal­legra og deil­ir hér með les­end­um nokkr­um góðum Húsó-upp­skrift­um, en einnig upp­skrift­um frá sér sjálfri.

Glæsilegt stell í bland við gómsætar veitingar.
Glæsi­legt stell í bland við góm­sæt­ar veit­ing­ar. mbl.is/​Eyþór
Marta María er vanalega með kaffiboð á jólunum.
Marta María er vana­lega með kaffi­boð á jól­un­um. mbl.is/​Eyþór
Marta María er skírð í höfuðið á ömmu sinni Mörtu …
Marta María er skírð í höfuðið á ömmu sinni Mörtu Maríu Jón­as­dótt­ur sem kenndi henni að gera þessa ljúf­fengu randalín köku. mbl.is/​Eyþór

Jólakaffiboð Mörtu Maríu

Vista Prenta

Randalín ömmu

Amma gerði randalín í hring­formi og síðan var skorið í hana þvera. Kak­an verður betri eft­ir því sem dag­arn­ir líða. Til­valið er að bera fram heitt súkkulaði og þeytt­an rjóma með randalín. Þá eru jól­in kom­in fyr­ir mér.

Sveskjumauk

  • 700 g sveskj­ur
  • Um það bil 4 dl vatn
  • 250 g syk­ur

Aðferð:

  1. Gott er að byrja strax á sveskjusult­unni því það tek­ur svo­lít­inn tíma að gera hana.
  2. Sveskj­ur sett­ar í pott, gott er að vatnið nái rétt yfir yf­ir­borð sveskj­anna.
  3. Sjóðið á væg­um til miðlungs­hita og hrærið í af og til þar til sveskj­urn­ar eru komn­ar í mauk. Gætið þess að þær fest­ist ekki við botn­inn. Gott er að leyfa þessu að malla í 2-3 klst og hræra reglu­lega í á meðan.
  4. Í lok­in er sykr­in­um bætt sam­an við, soðið áfram í smá stund. Látið sult­una kólna ei­lítið áður en henni er smurt á botn­ana.

Botn­ar

  • 500 g hveiti
  • 250 g syk­ur
  • 250 g smjör, við stofu­hita
  • 2 egg, við stofu­hita
  • 1 tsk. hjart­ar­salt
  • 2-3 tsk. möndlu­drop­ar
  • 1 dl vatn eða mjólk, ef þörf er á

Aðferð:

  1. Allt sett í hræri­vél og hnoðað, bætið við vatni eða mjólk ef þarf til að gera deigið meðfæri­legra.
  2. Deig­inu skipt í 3 jafna hluta, gott er að vigta deigið jafnt.
  3. Fletjið deigið út á bök­un­ar­papp­ír. Til að fá hring­laga köku þarf að skera flatt deigið eft­ir tertu­móti áður en það er sett í ofn.
  4. Bakið á plötu við 180°C í um það bil 22 mín­út­ur eða þar til botn­arn­ir eru orðnir fal­lega ljós­brún­ir.
  5. Setjið sveskjumauk á milli botn­anna. Best er að smyrja fyrsta botn­inn á hvolfi. Hinir geta síðan komið hver á fæt­ur öðrum á „rétt­unni“. Þegar fyrsti botn­inn er smurður á hvolfi er auðvelt að sneiða kök­una í nokkra köku­bita og bera þannig fram á diski, án þess að það sjá­ist hvor botn­inn hafi vísað upp og hvor niður.
Lúxusfléttan er með marsipani sem gerir hana einstaka.
Lúx­us­flétt­an er með marsip­ani sem ger­ir hana ein­staka. mbl.is/​Eyþór
Prenta

Lúx­us­flétta

  • 3 tsk. þurr­ger
  • 1 dl volgt vatn (37°C)
  • 1 msk. syk­ur
  • ½ tsk. salt
  • 2 tsk. kar­dimommu­drop­ar
  • 1 dl matarol­ía
  • 4½ dl hveiti
  • 1 egg

Aðferð:

  1. Látið öll þur­refn­in í skál og blandið sam­an.
  2. Vætið í með matarol­íu, vatni og eggi.
  3. Hrærið deigið vel sam­an með sleif, stráið hveiti yfir og látið hef­ast. Útbúið fyll­ing­una á meðan.
  4. Blandið öllu sam­an í skál sem á að fara í fyll­ing­una og hnoðið í sam­fellt deig. Notið hend­urn­ar.
  5. Hrærið ger­deigið í skál­inni og hnoðið síðan á borði. Fletjið út í af­langa köku.
  6. Myljið fyll­ing­una eft­ir endi­langri miðjunni og skerið rauf­ar með hliðunum með 2 cm milli­bili. Fellið raufarn­ar yfir fyll­ing­una eins og fléttu.
  7. Penslið með eggja­blöndu (egg og mjólk) og stráið möndlu­f­lög­um yfir.
  8. Látið lengj­una lyfta sér í 30 mín eða látið inn í kald­an ofn.
  9. Bakið í við 180°C í um það bil 16-20 mín.

Fyll­ing

  • 100 g marsíp­an
  • ½ dl syk­ur
  • 40 g smjör
  • 80-100 g suðusúkkulaði, brytjað
Húsó-draumatertan er með dökku súkkulaði og hvítum hliðum.
Húsó-drauma­tert­an er með dökku súkkulaði og hvít­um hliðum. mbl.is/​Eyþór
Prenta

Húsó - drauma­tert­an

Döðlusúkkulaðibotn­ar

  • Botn­ar 2 stk.
  • 3 egg
  • ¾ bolli syk­ur
  • 2 boll­ar döðlur, smátt saxaðar
  • 100 g saxað súkkulaði
  • ¾ bolli hveiti
  • 1 tsk. lyfti­duft

Aðferð:

  1. Þeytið egg og syk­ur létt og ljóst.
  2. Blandið sam­an hveiti, lyfti­dufti, döðlum og súkkulaði og blandið var­lega sam­an við þeyttu eggja­blönd­una.
  3. Setjið í tvö spring­form eða önn­ur hring­laga form (24-26 sm) klædd með bök­un­ar­papp­ír.
  4. Bakið við 175-180°C í u.þ.b. 10-15 mín­út­ur.
  5. Kælið.
  6. Mar­ens

Botn­ar 2 stk.

  • 4 eggja­hvít­ur
  • 200 g syk­ur

Aðferð:

  1. Stífþeytið eggja­hvít­ur og syk­ur mjög vel.
  2. Teiknið 2 hringi á bök­un­ar­papp­ír, jafn­stóra og formið und­an döðlu­botn­un­um.
  3. Smyrjið mar­ens­in­um jafnt á papp­ír­inn.
  4. Bakið við 130°C í um það bil eina klukku­stund.

Eggjakrem

Fyr­ir 2 tert­ur

  • 4 eggj­ar­auður
  • 3 msk. syk­ur
  • 2½ dl rjómi

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann.
  2. Þeytið eggj­ar­auður og syk­ur sam­an, létt og ljóst.
  3. Blandið síðan þeytta rjóm­an­um var­lega sam­an við.
  4. Sam­setn­ing: Setjið döðlu­botn á fat, má til dæm­is bleyta hann aðeins upp með sérrí eða ávaxta­safa.
  5. Sneiðið 1-2 ban­ana og raðið ofan á botn­inn (3-4 ban­an­ar á tvær tert­ur).
  6. Setjið eggjakremið þar yfir.
  7. Setjið svo mar­ens­botn yfir eggjakremið.
  8. Þeytið 2 og ½ dl af rjóma á hverja köku (5 dl sam­an­lagt á tvær) og smyrjið yfir.
  9. Frystið nú kök­una/​kök­urn­ar tvær.
  10. Hæfi­legt er að taka kök­una úr frosti um 2-3 klukku­stund­um áður en hún er bor­in á borð.
  11. Þá þarf strax að búa til súkkulaðibráð sem sett er yfir kök­una þegar hún er tek­in úr frosti.

Súkkulaðibráð

Fyr­ir tvær tert­ur

  • 400 g suðusúkkulaði – brætt yfir gufu, eða í ör­bylgju­ofni. Passið að of­hita það ekki.
  • 4 msk. þeytt­ur rjómi
  • 4 eggj­ar­auður
  • 8 msk. vatn

Aðferð:

  1. Hrærið eggj­ar­auðum og vatni sam­an við súkkulaðið, einnig rjómann.
  2. Blandið vel sam­an.
  3. Hellið krem­inu síðan yfir kök­una og setjið hana í kæli um stund, eða í frysti.
  4. Skera má kök­una í sneiðar og skreyta hana sem stak­ar tertusneiðar, til dæm­is með rjómatopp, súkkulaðiskrauti og blæju­beri eða bera hana fram heila skreytta með rjóma.
  5. Geym­ist vel í frosti – til­bú­in.
Húsó-kleinurnar slá í gegn í öllum veislum.
Húsó-klein­urn­ar slá í gegn í öll­um veisl­um. mbl.is/​Eyþór
Prenta

Húsó-klein­ur

  • ​1 kg hveiti
  • 300 g syk­ur
  • 150 g smjör­líki
  • 6 tsk lyfti­duft
  • 2 stór egg
  • 2 tsk mat­ar­sódi
  • 6 dl súr­mjólk eða AB-mjólk
  • 2 tsk malaðar ­kar­dimomm­ur

Aðferð:

  1. Blandið öll­um þur­refn­um sam­an í hrúgu á borð.
  2. Myljið smjör­líkið sam­an við.
  3. Vætið í með sund­urslegn­um eggj­um og helm­ingn­um af súr­mjólk­inni/​AB-mjólk­inni. (Myndið fjall úr þur­refn­un­um og myndið holu fyr­ir egg­in og súr­mjólk­ina).
  4. Vætið í með af­gang­in­um af súr­mjólk­inni/​AB-mjólk­inni og hnoðið.
  5. Fletjið út og mótið klein­ur. Gott er að nota kleinu­járn til að skera út hæfi­lega stóra tígla, skerið síðan rák í miðja tígl­ana og snúið öðrum end­an­um í gegn­um rák­ina.
  6. Steikið. Gott er að nota pal­min-olíu.
Húsó-draumatertan er glæsileg á enda veisluborðsins, með girnilegu súkkulaði og …
Húsó-drauma­tert­an er glæsi­leg á enda veislu­borðsins, með girni­legu súkkulaði og ljós­um hliðum. Það eru marg­ir sem hafa beðið eft­ir þess­ari upp­skrift að baka eft­ir á jól­un­um. Húsó-lag­tert­an er ekki síðri en hana má sjá fremst fyr­ir miðju á mynd­inni. mbl.is/​Eyþór
Prenta

Húsó-lag­tert­an

Brún terta með hvítu smjörkremi

  • 675 g smjör
  • 675 g púður­syk­ur
  • 3 stór egg eða 4 lít­il
  • 1.125 g hveiti
  • 4½ tsk. neg­ull
  • 4½ tsk. kanill
  • 4½ tsk. mat­ar­sódi
  • 6-7 dl mjólk

Aðferð hrært deig:

  1. Hrærið smjörið ljóst með sykr­in­um.
  2. Setjið egg­in út í eitt í einu, hrærið vel á milli.
  3. Blandið þur­refn­um sam­an við ásamt mjólk­inni, var­ist að hræra of mikið.
  4. Skiptið deig­inu í fjóra hluta og smyrjið á bök­un­ar­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír.
  5. Bakið í miðjum ofni við 180°-200°C í 10-12 mín­út­ur. Látið botn­ana kólna fyr­ir sam­setn­ingu.
  6. Leggið botn­ana sam­an með smjörkremi.
  7. Best er að smyrja fyrsta botn­inn á hvolfi. Hinir geta síðan komið hver á fæt­ur öðrum á „rétt­unni.
  8. Það er síðan best að setja hlass ofan á kök­una og skera hana í átta bita dag­inn eft­ir. Þá er best að vera bú­inn að mæla bit­ana út með reglu­stiku áður en skorið er svo bitarn­ir verði jafn­ar­ma.
  9. Skerið kant­ana af svo þeir séu bein­ir og snyrti­leg­ir.

Smjörkrem

  • 1 stk. smjör (500 g)
  • 1,5 kg flór­syk­ur
  • 3 egg
  • 1 msk. vanillu­drop­ar

Aðferð:

  1. Gætið þess að hafa smjör og egg við stofu­hita.
  2. Þeytið smjör og flór­syk­ur sam­an.
  3. Bætið eggj­um og vanillu­drop­um sam­an við og þeytið vel svo kremið verði létt og ljóst.

Þess­ar upp­skrift­ir, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup.

mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert