Indversk vetrarsúpa

Guðný Jónsdóttir, einn af eigendum Garðsins, deilir með lesendum ljúffengri …
Guðný Jónsdóttir, einn af eigendum Garðsins, deilir með lesendum ljúffengri uppskrift að indverskri vetrarsúpu. mbl.is/Eyþór Árnason

Marg­ir heim­sækja veit­ingastaðinn Garðinn yfir hátíðirn­ar þar sem líf­rænn mat­ur er bor­inn fram í fal­legu um­hverfi. Allt starfs­fólk Garðsins hef­ur lært að hug­leiða hjá hug­leiðslu­kenn­ar­an­um Sri Chinmoy og leit­ast það við að skapa friðsælt and­rúms­loft til að borða í. Að rækta garðinn heima og að njóta á jól­un­um er í anda Guðnýj­ar sem kann að búa til veislu úr fal­leg­um og góðum veg­an mat. Hér deil­ir Guðný Jóns­dótt­ir, einn af eig­end­um staðar­ins, ljúf­fengri upp­skrift að ind­verskri vetr­arsúpu sem gott er að hafa í for­rétt á jól­un­um. 

Glæsilegt veisluborð fyrir grænkera. Þess má geta að matarstellið gerði …
Glæsi­legt veislu­borð fyr­ir grænkera. Þess má geta að mat­ar­stellið gerði leir­lista­kon­an Mar­grét Jóns­dótt­ir. Dúk­ur­inn er úr Kokku. mbl.is/​Eyþór

Indversk vetrarsúpa

Vista Prenta

Ind­versk vetr­arsúpa

  • 100 g jasmin-grjón
  • 2 msk. olía
  • ½ tsk. brún sinn­eps­fræ
  • 1 tsk. kummín­fræ (brodd­kúmen)
  • 2 græn chili-pip­ar­ald­in, fræhreinsuð og söxuð
  • 1 lár­viðarlauf
  • 2 neg­ulnagl­ar
  • 1 lít­il kanil­stöng
  • ½ tsk. túr­merik
  • 1 stór lauk­ur, skor­inn
  • 2 hvít­lauks­geir­ar, saxaðir
  • 1 nípa skor­in í bita
  • 200 g grasker í bit­um
  • 200 g sæt­ar kart­öfl­ur í bit­um
  • 1 tsk. paprika
  • 1 tsk. kórí­and­er
  • 225 g rauðar lins­ur
  • 2 tóm­at­ar, skorn­ir
  • lítið búnt af fersk­um kórí­and­er
  • 1 tsk. rif­in engi­fer­rót
  • 1 tsk. sítr­ónusafi 

Aðferð:

  1. Sjóðið grjón­in sér og geymið.
  2. Á meðan er olí­an hituð í þykk­botna potti og sinn­eps­fræ, kummín­fræ, chili-pip­ar­ald­in, lár­viðarlauf, neg­ulnagl­ar, kanil­stöng og túr­merik hitað þar til fræ­in byrja að poppa og kom­in er góð lykt. Gætið þess að brenna ekki.
  3. Bætið þá lauk og hvít­lauk út í og steikið í 5-8 mín­út­ur eða þar til lauk­ur­inn er mjúk­ur.
  4. Bætið þá nípu, graskeri og sæt­um kart­öfl­um út í pott­inn og blandið ol­í­unni og krydd­inu vel sam­an við.
  5. Stráið papriku, kórí­and­er­dufti, salti og pip­ar út í og hrærið.
  6. Bætið við lins­um, grjón­um, tómöt­um og 1,7 lítr­um af vatni í pott­inn og látið suðuna koma upp.
  7. Lækkið hit­ann og látið sjóða þar til græn­meti hef­ur mýkst. Þegar lins­urn­ar eru næst­um til­bún­ar er fersk­um kórí­and­er, engi­fer og sítr­ónusafa bætt út í.

Þess­ar upp­skrift­ir, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert