Pekanbaka með viskí-vanilluís

Eyþór Árnason

Sr. Sig­ur­lín Ívars­dótt­ir starfaði sem prest­ur í ensku bisk­upa­kirkj­unni um ára­bil. Hún starfar sjálf­stætt við sál­gæslu og leiðir meðal ann­ars hin vin­sælu nám­skeið A Wom­an’s Way through The Twel­ve Steps eft­ir Dr. Stephanie Covingt­on. Hún hvet­ur alla sem geta til að njóta sam­ver­unn­ar með fjöl­skyldu og vin­um á jól­un­um. Allt sem Sig­ur­lín snert­ir verður að töfr­um og ákvað hún að deila með les­end­um hvaða köku hún mæl­ir með á jóla­borðið. Fyr­ir val­inu varð pek­an­baka með ljúf­feng­um viskí-vanilluís sem hún ber vana­lega á borð fyr­ir fjöl­skyld­una sína á aðfanga­dag.

Sr. Sigurlín fékk leirlistakonuna Margréti Jónsdóttur til að útbúa kökudisk …
Sr. Sig­ur­lín fékk leir­lista­kon­una Mar­gréti Jóns­dótt­ur til að út­búa kökudisk og blóma­vasa og varð þessi fal­legi græni lit­ur fyr­ir val­inu. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Eyþór Árna­son

Pekanbaka með viskí-vanilluís

Vista Prenta

Pek­an­baka

Böku­botn

  • 200 g hveiti
  • 1 msk. flór­syk­ur
  • 1/​2 tsk. salt
  • 110 g ósalt smjör
  • 30 g fín­malaðar möndl­ur
  • 1 tsk. vanillu­duft
  • 1 tsk. sítr­ónusafi
  • 1 egg
  • ískalt vatn
  • 23 cm böku­form
  • bök­un­ar­baun­ir

Aðferð:

  1. Setjið hveiti, flór­syk­ur, salt, möndl­ur, vanillu og kalt smjör í ten­ing­um í mat­vinnslu­vél og hrærið þangað til það er orðið sand­kennd blanda.
  2. Hrærið eggið út í skál og hellið út í blönd­una (skiljið smá af egg­inu eft­ir til að pensla böku­botn­inn með) ásamt sítr­ónusaf­an­um.
  3. Hrærið sam­an uns bland­an fer að loða sam­an.
  4. Bætið við 1-3 mat­skeiðum af köldu vatni þar til bland­an verður að hæfi­lega mjúku deigi.
  5. Takið deigið úr mat­vinnslu­vél­inni og hnoðið í kúlu. Takið bök­un­ar­papp­ír og leggið deigið á hann og þrýstið deig­inu út með hönd­un­um. Leggið síðan bök­un­ar­papp­ír ofan á deigið og fletjið út með köku­kefli þar til deigið pass­ar í 23 cm form.
  6. Færið deigið í bök­un­ar­papp­írn­um í formið, lagið til og skerið kant­ana jafna.
  7. Setjið bök­un­ar­baun­ir ofan á.
  8. Bakið við 170 gráður og blást­ur í 10 mín.
  9. Takið út og fjar­lægið baun­irn­ar og efri papp­ír­inn.
  10. Penslið með af­gang­in­um af egg­inu út við jaðrana, pikkið botn­inn með gaffli og setjið aft­ur í ofn­inn í 10 mín. á 160 gráður blást­ur.
  11. Takið út og geymið.

Fyll­ing

  • 180 g syk­ur
  • 250 ml síróp
  • 1/​2 tsk. salt
  • 3 egg
  • 60 g ósalt smjör
  • 1 tsk. vanillu­duft
  • 150 g pek­an­hnet­ur auk 25-30 helm­inga af hnet­um til skrauts.

Aðferð:

  1. Stillið ofn­inn á 170 gráður blást­ur.
  2. Takið til heila hnetu­helm­inga til að skreyta með.
  3. Saxið pek­an­hnet­ur í hæfi­lega stærð fyr­ir fyll­ing­una og dreifið þeim jafnt yfir böku­botn­inn.
  4. Setjið syk­ur, síróp og salt á stóra pönnu á miðlungs­hita þar til syk­ur­inn er bráðnaður.
  5. Takið þá af hit­an­um og látið kólna aðeins.
  6. Hrærið egg­in sam­an með písk­ara í skál.
  7. Hellið blönd­unni af pönn­unni sam­an við egg­in og hrærið stöðugt í á meðan.
  8. Bætið smjöri og vanillu út í og hrærið þar til smjörið er bráðið.
  9. Hellið fyll­ing­unni í böku­botn­inn og skreytið með hnetu­helm­ing­un­um.
  10. Bakið í 50-60 mín­út­ur. Fylg­ist með hit­an­um svo kak­an verði ekki of dökk.
Það er hátíð í bæ hjá Sigurlín á jólunum.
Það er hátíð í bæ hjá Sig­ur­lín á jól­un­um. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Eyþór Árna­son
Prenta

Viskí-vanilluís

  • 0,5 l rjómi
  • 60-70 g syk­ur
  • 4 egg
  • 1 eggj­ar­auða
  • 1 dl frosið Wood­ford Reser­ve-viskí
  • 1 tsk. vanillu­duft

Aðferð:

  1. Setjið formin sem á að nota í fryst­inn.
  2. Stífþeytið rjómann í kaldri skál og geymið í kæli.
  3. Þeytið sam­an í kaldri skál eggj­ar­auðu, egg, vanillu og syk­ur í 20 mín.
  4. Blandið rjóm­an­um í eggja­blönd­una og þeytið.
  5. Setjið frosið viskí út í og þeytið (viskí sett í frysti deg­in­um áður).
  6. Blönd­unni hellt í form.
  7. Gott er að nota möff­ins­form því þá er ís­inn fljót­ari að frjó­sa og verður mýkri.
  8. Hægt er að sleppa viskí­inu og gera vanilluís.

Þessa upp­skrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup.

Eyþór Árna­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert