Áttustrákar halda ótrauðir áfram hér á mbl.is og hér er þriðji þátturinn þeirra tilbúinn. Það er nóg um að vera í þessum þætti. Strákarnir fara i sína vikulegu keppni þar sem þeir reyna að safna undirskriftum fyrir miseðlileg málefni en þeir sem tapa í keppninni fá refsingu; Þorvaldur Davíð fer í viðtal hjá Ragnari sem er vægast sagt skrýtið en jafnframt hrikalega fyndið og Arnar Þór eldar fínustu ommelettu ofan í Nökkva, Egil og Ragnar í nýjum lið sem kallast vandræðabakstur.