Soundspell í úrslit alþjóðlegrar lagakeppni

Soundspell á Airwaves í fyrra.
Soundspell á Airwaves í fyrra. Árvakur/Árni Torfason

„Dómnefndin var ein af ástæðunum fyrir að við sóttum um. Ef við náum svo langt að þetta lið hlustar á okkur væri það alveg nægur vinningur fyrir okkur,“ segir Áskell Harðarson, bassaleikari hljómsveitarinnar Soundspell.

Lagið Pound með Soundspell er komið í undanúrslit alþjóðlegu lagakeppninnar ISC. Meðal dómara í keppninni eru Tom Waits, kanadíska söngkonan Nelly Furtado, frumkvöðullinn Jerry Lee Lewis, Frank Black, forsprakki Pixies, og Robert Smith úr hljómsveitinni The Cure. Þá sitja forstjórar útgáfufyrirtækja á borð við Universal og Epic Records einnig í dómnefnd.

Fundu keppnina á Netinu

Lagið Pound er á fyrstu breiðskífu Soundspell sem kom út í byrjun september í fyrra. Fyrir fyrstu verðlaun í keppninni fást tæpar tvær milljónir króna í verðlaunafé ásamt ýmsum öðrum vinningum. Ekki hefur verið gefið upp hversu margar hljómsveitir eru komnar í undanúrslit, en 4. febrúar verður tilkynnt hvaða hljómsveitir komast í úrslit og hefst þá netkosning.

„Við vonumst til þess að keppnin gefi eitthvað af sér,“ segir Áskell að lokum. „Það eru svo margir útgefendur og skipuleggjendur sem eru í dómnefnd í keppninni. Vonin er að komast eitthvað út.“

Í hnotskurn
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir