Kynskiptiaðgerðin var ekki fyrir mig

Baldvin bíður eftir að Vala jafni sig eftir aðgerðina og …
Baldvin bíður eftir að Vala jafni sig eftir aðgerðina og sýnir henni mikinn stuðning. Eggert Jóhannesson

„Mér fannst þetta mjög skrítið til að byrja með, en ég sá hana þó alltaf eins og hún er, sem konu. Aðgerðin er alls ekki fyrir mig heldur alfarið fyrir Völu,“ segir Baldvin Vigfússon, kærasti Völu Grand, sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð síðastliðinn sunnudag.

„Þetta hefur staðið til síðan hún var mjög ung, þegar hún vissi hver hún var og langaði að verða kona. Hún hefur alltaf verið staðráðin í að fara í aðgerðina,“ segir Baldvin.

Baldvin er ekki samkynhneigður og segir hann óneitanlega hafa verið sérstakt að eiga kærustu með typpi. Fjölskylda hans og vinir tóku ekki vel í fregnirnar er hann byrjaði að hitta Völu, en þau sýna sambandinu meiri skilning í dag.

„Vinir mínir héldu í fyrstu að ég væri að prófa mig eitthvað áfram og myndi að lokum fá nóg. Í dag hafa þeir kynnst Völu og okkar sambandi svo þeir sýna því fullan skilning. Fjölskylda Völu hefur alltaf sýnt henni og okkur stuðning sem hefur hjálpað mikið,“ segir Baldvin.

Nánar í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

Vala Grand á góðri stundu.
Vala Grand á góðri stundu. Úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup