Íslenskir karlmenn eru graðir og forvitnir

„Karlmenn á Íslandi eru bara svo graðir og þeir eru forvitnir. Ég held að þeir vilji vita hvernig það er að vera með mér," segir Vala Grand í opinskáu viðtali í nýjasta tölublaði Monitor sem kom út í morgun. Vala gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð á dögunum og er nú orðin kona.

„Ég er ekki eitthvað sem menn mega prófa. Ég er með manni sem má prófa mig. Ég hef verið notuð af strákum og það er oft búið að fara illa með mig. Þetta er öðruvísi hjá mér og Baldvin,“ segir Vala og á þar við kærasta sinn, blikksmiðinn Baldvin Vigfússon.

„Hann var ótrúlega lokaður og bældur strákur. Athyglin sem hann hefur fengið fyrir að vera með mér og fyrir að vera opinn með þetta allt hefur gert honum mjög gott. Þetta er allt annar maður en ég kynntist, þetta er alveg búið að bjarga egóinu hans,“ segir Vala.

Meðfylgjandi myndskeið var tekið upp við vinnslu blaðsins. 

Nánar í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan