Kærður fyrir að leka myndbandi

Myndbandið af árásinni vakti mikla athygli og viðbrögð víða um …
Myndbandið af árásinni vakti mikla athygli og viðbrögð víða um heim. Reuters

Bandarískur hermaður, sem lá undir grun um að hafa lekið myndbandi sem sýndi áhöfn bandarískrar Apache árásarþyrlu ráðast á almenna borgara í Bagdad, hefur verið ákærður. Tveir starfsmenn Reuters fréttastofunnar féllu í árásinni.

Sem kunnugt er var myndbandið birt á síðunni Wikileaks í apríl og kom Ríkisútvarpið að frágangi þess og birtingu. 

Bradley E. Manning, sem er óbreyttur hermaður, hefur verið í haldi í herfangelsi í Kuwait frá því í síðasta mánuði. Samkvæmt tilkynningu sem Bandaríkjaher í Bagdad gaf út hafa verið gefnar út tvær ákærur á hendur honum vegna ósæmilegrar hegðunar.

Fyrri ákæran er fyrir að hafa brotið reglugerðir hersins með því að „flytja leynilegar upplýsingar yfir í einkatölvu sína og að setja upp ósamþykktan hugbúnað á leynilegu tölvukerfi,“ að því er fram kemur í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert