Airbus flugvélaverksmiðjurnar sendu risaþotuna A-380 til Keflavíkur í dag til að æfa aðflug og flugtak í hliðarvindi. Þotan er stærsta farþegaþota í heimi og getur tekið á bilinu 500 til 600 manns.
Vélin hefur áður komið til Íslands í sömu erindagjörðum en ekki er reiknað með að þær verði algengir gestir hér í framtíðinni þar sem þær eru hannaðar fyrir lengri flug.