Gamla ölknæpan Sirkus verður umgjörðin utan um listsköpun íslenskra listamanna á Freeze Art Fair listkaupastefnunni í London á hausti komandi.
Aðstandendur Kling og bang listagallerísins eru nú í óðaönn að púsla saman innviðum Sirkuss og hyggjast búa til úr honum hentuga leikmynd sem nota skal sem einskonar söluskála fyrir íslenska listamenn sem munu nota hann sem umgjörð fyrir sína listsköpun.
Barinn mun jafnframt fá að sinna sínu upprunalega hlutverki og verða þar bornar fram veitingar í fljótandi formi fyrir gesti og gangandi.
Sjá einnig nánari umfjöllun á blaðsíðu 29 í Morgunblaðinu í dag.