Kastljós Sjónvarpsins birti í kvöld segulbandsupptöku af samtali Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, og Jóns Bjarka Magnússonar, sem starfaði sem blaðamaður hjá DV en hætti í gær. Útskrift af samtalinu fer hér á eftir eins og það heyrðist í Kastljósinu:
Reynir: Fréttin var í raun og veru sárasaklaus í sjálfu sér. Þú varst ekki að upplýsa neitt sérstakt nema sem hefur komið fram, að hann er þarna og er eitthvað að gera og ég veit að það er ekki á vegum sko ... konkret á vegum Landsbankans.
En við stóðum bara andspænis þú veist þessum hroðalegu örlögum, að keyra á þessu eða þurfa þess vegna að pakka saman. Af því að okkur er ógnað einhvers staðar að, skilurðu. Og þá verður maður að vega og meta, vill maður taka slaginn fyrir þetta mál eða vill maður það ekki? Þegar sko málin eru komin í þann farveg að það er bara sagt við okkur: Það verður bara slökkt á ykkur. Og ekki af neinu sérstöku. Nú vissu menn alveg að það var ekkert í þessu ... það var ekkert þarna sem gerði sko Sigurjón að einhverju hérna ... hann varð ekki uppvís að neinu sérstöku. En hann var svona ... að hluta til held ég að þetta snúist um það að hann var að fara yfir um eða eitthvað og málið var bara sett á ... sem ég veit ekkert um, ég stend bara andspænis því að ég er sko grátbeðinn um að gera þetta ekki.
Af því að við náttúrlega ... félagið er að skipta um eigendur og það var bara allt komið í háaloft. En ég ákvað að gera það, vegna þess að við erum heiðarlegur miðill og ég vil að við förum út með öll mál sem skipta einhverju. Og af því að ég ber virðingu fyrir þinni vinnu og af því að þú ert bara einn af okkar bestu mönnum, þá vildi ég segja þér að þetta væri svona en ekki einhvern veginn hinsegin. En þú verður að trúa mér í því að alvaran var alveg gríðarleg. En það snýst ekki um að ég sé að mismuna þinni ... eða traðka á þinni vinnu heldur bara urðum við að gera þetta, eða lenda í einhverju limbói og lenda í höndunum á einhverjum djöfulsins aumingjum sko, að það færu einhverjir aumingjar að eiga þetta blað. Þetta er svo shaky allt saman.
Venjulega hefði maður bara sagt þú veist, það eru ótal fréttir sem maður birtir ekki af ýmsum ástæðum. Við erum ekki búin að skrifa fréttina um lögreglumanninn sem fyrirfór sér. Það er ástæða fyrir því. Þá er maður að hugsa um hagsmuni blaðsins. Ekki það, að þetta er frétt sem á fullan rétt á sér og stundum bakkar maður af einhverjum ástæðum, eðlilegum. Og þarna var ekkert ... þetta var nauðungaraðgerð.
Jón Bjarki: En sko ég bara ... þetta horfir þannig við mér ... sko bara eins og sko staðan í landinu í dag. Þú veist ... maður er svo hræddur um sko ef eru komnir einhverjir sko ... Ég átta mig ekki á hversu stórt þetta er, en maður einhvern veginn fer að hugsa, ég fór að hugsa náttúrulega sko, og einhvern veginn ... ég veit það ekki, semsagt ef eigendurnir eru farnir eitthvað að ...
Reynir: Það eru alveg skýr mörk milli mín og eiganda sem er núna Hreinn Loftsson. Og Hreinn Loftsson er sko ... hann er mjög fair í öllu svona. Við erum alveg með mörkin skýr. En sko, ímyndaðu þér ... og þú getur aldrei farið út með það sem ég er að segja þér. Þetta er bara ég og þú. En ég vil bara að þú vitir það að það var ekki verið að ... það var ekki verið að þessu þú veist ... þú ert að skila flottri vinnu og mjög gott. Ég bara varð að vigta þetta. Vildi ég taka þann slag að við yrðum traðkaðir hér niður ... af því að það eru hlutabréf þarna úti; þau voru að skipta um hendur. Hreinn var að kaupa þetta. Og vildi ég ógna sko allri okkar tilvist fyrir þetta mál, sem ég sá sem sárasaklaust í raun og veru.
En karlinn var kominn á einhvern level, hann var að fara yfir um. Og þá fara einhverjir aðrir yfir um, skilurðu. Og að er það sem gerðist, það myndaðist einhver hystería og á endanum sagði ég: Ókei, við skulum bara bíða með þetta ... og valuið ... þetta var ekki þannig að við værum að upplýsa sko þjóðarglæp eða eitthvað slíkt. Og við erum ekki einu sinni komnir að kjarna málsins, hvað er að gerast þarna. Við munum komast að þeim kjarna og við munum, þú veist, fara út með málið á einhverjum tímapunkti.
En auðvitað er þetta land ... ég meina þetta er þannig land að það var hótað að loka, það var hótað að stöðva prentun DV. Sem að ... Björgólfur Guðmundsson á prentsmiðjuna. Og ég svo sem er ekkert nojaður yfir því. Ég bara berst við þann djöful og hann mun, þú veist ... við munum taka hann niður og þá verður allt miklu heilbrigðara en það var. Og það er ekki þannig að við séum að stýra þessu, sko ... við munum aldrei fallast á að við séum að stýra þessu í þágu einhverra afla.
En þegar maður stendur andspænis því að það er sagt bara: Heyrðu, þarna eru bara öfl sem munu sko stúta okkur. Hvað á maður að segja þá? Þú veist, trúðu mér, þetta er hystería sko. Það er hystería sem grípur um sig einhvers staðar í kerfinu og hysterían verður að þessu; að sárasaklaus frétt sem hefði alveg eins getað verið í fólk-burðinum; bara Sigurjón chillar einhvers staðar, hún verður að þessu risamáli af því að hann snappar. Sko hann er einhvern veginn á barmi taugaáfalls. Og þar liggur hundurinn grafinn í þessu, ekki það að við séum að bakka út úr einhverju megaskúbbi og þjóðarleyndarmáli. Enda höfum við algerlega frjálsar hendur með allt sem okkur sýnist. En ég vildi nú bara útskýra þetta fyrir þér. Og þú verður bara að taka ... einn góðan veðurdag skal ég bara segja þér hvernig þetta var.
Þú verður að athuga að það eru svo margir áhrifavaldar á líf okkar. Björgólfur Guðmundsson með annars vegar veð í bréfunum og hins vegar prentun á blaðinu. Á meðan hann er með ... eitthvert lífsmark er með honum mun hann reyna að drepa okkur. En við höfum svo sem pönkast á honum út í það óendanlega.
Þannig er þetta. Þetta er svona ... þannig að sko ég vildi allavega hafa það stærra mál ef það ætti að fara að láta reyna á líf eða dauða. Maður myndi þá falla með sæmd en ekki falla á einhverjum svona súkkulaðiburði.
Jón Bjarki: Nei, nei, það er alveg rétt.
Reynir: Það þarf eitthvað sko ...
Jón Bjarki: Já, já.
Reynir: En það er óvenju ... Þarna var komið að því að menn stigu yfir einhverja línu og sögðu bara: Sorrí, ef þið gerið þetta þá er ég dead meat og þú líka og þið líka. En það hefur ekki gerst hér ennþá að við höfum þurft að ganga einhverra erinda einhvers í fréttaflutningi eða með ekki-fréttaflutningi. Nema í þessu tilviki og þá snýst þetta sko um hjartað sjálft. Þig sjálfan, lifir þú eða deyrð? Það snýst ekki um Davíð Oddsson, Baug, Landsbankann. Þetta snýst bara um það; verður þessi kettlingur ... vill hann fara í fjölmiðla eða verður hann drepinn?