Aldísar leitað

Aldís Westergren
Aldís Westergren mbl.is

Um 250 björgunarsveitarmenn munu í dag leita að Aldísi Westergren, 37 ára konu sem ekkert hefur spurst til síðan 24. febrúar sl. Hún sást síðast við heimili sitt í Gvendargeisla í Grafarholti í Reykjavík. Hófst leitin klukkan átta í morgun en auk björgunarsveita tekur lögreglan þátt í leitinni og þyrla Landhelgisgæslunnar verður einnig notuð til leitar. samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, er ekki leitað á grunni nýrra vísbendinga en frekar vegna þess að nokkuð mikill snjór var yfir leitarsvæðinu þegar síðast var leitað.

Leitað verður á stóru svæði í kringum heimili Aldísar og þar á meðal við Reynisvatn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert