Vilja yfirfara kosningastyrki

Vinstri grænir vilja rannsaka fjárstyrki til frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga árið …
Vinstri grænir vilja rannsaka fjárstyrki til frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga árið 2006.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Ólafur F. Magnússon munu á morgun leggja fram tillögu í borgarstjórn um að innri endurskoðun borgarinnar verði falið að yfirfara og birta upplýsingar um fjárstyrki til frambjóðenda fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2006.

Nær tillagan þannig til fjárstyrkja „vegna þátttöku þeirra borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa, sem kjörnir voru í sveitarstjórnar-kosningunum 2006 og sem þess óska, í prófkjörum og forvölum“.

Vísað er til laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra sem tóku gildi 1. júní 2007.

Ólafur F. Magnússon er meðflutningsmaður tillögunnar.
Ólafur F. Magnússon er meðflutningsmaður tillögunnar. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert