Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Brasilíumanninum Hosmany Ramos. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Ramos í þriggja vikna gæsluvarðhald sl. föstudag að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var sá úrskurður kærður til Hæstaréttar.
Ramos var handtekinn á Keflavíkurflugvelli með falsað vegabréf í upphafi ágústmánaðar og í framhaldinu dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir skjalamisnotkun. Hann lauk afplánun 11. september sl., en þá var hann úrskurðaður í gæsluvarðhaldhafa. Yfirvöld í Brasilíu hafa óskað eftir því að Ramos verði framseldur til landsins.