Forstjórar Kragasjúkrahúsanna ósáttir: Gagnrýna LSH

St. Jósefspítali í Hafnarfirði.
St. Jósefspítali í Hafnarfirði. Árni Sæberg

Forstjórar Kragasjúkrahúsanna fjögurra; á Suðurnesjum, St. Jósefspítala, Akranesi og Selfossi, gagnrýna harðlega skýrslu sem heilbrigðisráðuneytið lét gera um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á suðvesturhorninu.

Eru forstjórarnir jafnframt ósáttir við málflutning stjórnenda Landspítalans í kjölfar skýrslunnar og segja hann ómálefnalegan. Tala þeir um trúnaðarbrest í samskiptum sínum við stjórnendur spítalans.

Rætt er ítarlega við forstjórana í Sunnudagsmogganum sem fylgir Morgunblaðinu í dag, þau Sigríði Snæbjörnsdóttur, Árna Sverrisson, Guðjón Brjánsson og Magnús Skúlason. Gagnrýna þau jafnframt úrvinnslu upplýsinga í skýrslunni, m.a. um stöðugildi og starfsemi, sem og framsetningu og túlkun tölulegra upplýsinga. Telja þau skýrsluna ekki geta verið grundvöll ákvarðana um breytt skipulag og þjónustu sjúkrahúsanna og vilja kalla til óháða og hlutlausa aðila til að halda áfram þeirri vinnu, t.d. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands eða Ríkisendurskoðun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka