Almenningur fengi reikninginn

Ótollaðir bílar í geymslu. Úr myndasafni.
Ótollaðir bílar í geymslu. Úr myndasafni. Ómar Óskarsson

Gylfi Magnús­son viðskiptaráðherra tel­ur að ef sú leið verði far­in að end­ur­greiða  geng­islán aft­ur í tím­ann og bjóða lán­tak­end­um upp á samn­ings­vexti, jafn­vel allt niður í 2-3%, geti það þýtt að styrkja þurfi eig­in­fjár­grund­völl bank­anna með rík­is­fram­lagi. Al­menn­ing­ur fengi því reikn­ing­inn.

Gylfi legg­ur áherslu á að málið sé flókið og viðamikið.

Hæstirétt­ur skeri úr um álita­mál

„Það eru mörg álita­mál í þessu efni en hvert þeirra er nú þannig að á end­an­um þarf Hæstirétt­ur að skera úr um það. Það hef­ur verið mitt mat og raun­ar kom það fram í máli seðlabanka­stjóra og fleiri að það yrði mjög þungt högg fyr­ir fjár­mála­kerfið ef það yrði unnið úr þess­um mál­um þannig að ein­ung­is samn­ings­vext­ir væru áfram á þess­um geng­is­tryggðu lán­um.

Það myndi valda veru­leg­um vand­ræðum í fjár­mála­kerf­inu og gríðarleg­um kostnaði fyr­ir rík­is­sjóð sem myndi þá falla á skatt­greiðend­ur, fyr­ir utan að þetta yrði mjög ósann­gjörn lausn, bæði frá sjón­ar­hóli lán­veit­enda og þeirra sem eru með ann­ars kon­ar lán. Þannig að ég held að það sé al­ger­lega ófær leið að samn­ings­vext­ir standi og ég get ekki ímyndað mér að Hæstirétt­ur myndi kom­ast að slíkri niður­stöðu. En það er auðvitað eitt af því sem haldið er fram í umræðunni þannig að það þarf að und­ir­búa sig und­ir það.“

Mjög lág­ir vext­ir

- Hvað eru samn­ings­vext­irn­ir háir?

„Þeir eru mis­mun­andi eft­ir samn­ing­um en það á þá til dæm­is við í lán­um í jen­um og sviss­nesk­um frönk­um að þeir eru yf­ir­leitt reiknaðir út­frá milli­banka­vöxt­um, LI­BOR-vöxt­um, í þess­um lönd­um, og svo með álagi sem er kannski um 1-2%.

Það eru þá samn­ings­vext­irn­ir í þess­um samn­ing­um.“

- Eru því þar á ferð vext­ir allt niður í 2-3%?

„Já. Vænt­an­lega væru allra lægstu töl­urn­ar þannig.“

- Pét­ur H. Blön­dal, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tel­ur að ef þetta skref yrði stigið myndi það verða ógn við inn­lán í banka­kerf­inu, með því að grafa und­an grund­velli banka­kerf­is­ins. Ertu sam­mála því?

„Ég ætla nú ekki að taka al­veg und­ir það en þetta myndi engu að síður fara mjög illa með eigið fé bank­anna. Og þó þeir ættu fyr­ir öll­um kröf­um og inni­stæðum að þá myndi þetta fara mjög illa með eigið fé þeirra og það myndi þýða að það þyrfti að leggja þeim til veru­legt nýtt eigið fé. Það þyrfti að koma frá rík­inu, alla­vega frá þeim fjár­mála­stofn­un­um sem eru í eigu rík­is­ins. Það gæti þó líka verið að ríkið þyrfti að leggja öðrum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um fé.“

All­ir tækju þátt í kostnaðinum

- Þannig að þeir sem tóku eng­in geng­islán þyrftu þá að greiða hærri skatta til að standa und­ir þess­ari eig­in­fjáraukn­ingu?

„Já, og all­ir skatt­greiðend­ur í land­inu.“

- Hvað með það sjón­ar­mið Pét­urs H. Blön­dals að það þyrfti hugs­an­lega að skerða líf­eyri ef farið yrði út í svona aðgerðir?

„Lík­lega ekki beint nema menn færu að færa niður lán líf­eyr­is­sjóðanna eitt­hvað líka. Þeir veittu auðvitað eng­in geng­is­tryggð lán og eru í engri beinni hættu hvað það snert­ir en vænt­an­lega yrði ein­hver þrýst­ing­ur á, eða auk­inn þrýst­ing­ur, á að færa niður þannig lán líka, sem myndi þá þýða skert­ar líf­eyr­is­greiðslur til allra lands­manna, bæði í nútíð og framtíð.“

Gæti komið til af­skrifta

- Þessi umræða vek­ur aug­ljós­lega mikl­ar til­finn­ing­ar. Hvað viltu segja við þjóðina á þess­um ólgu­tím­um varðandi þá rétt­lætis­kröfu að nú beri að færa niður lán?

„Hún er mjög skilj­an­leg en ég verð enn og aft­ur að vekja at­hygli á því að þetta mis­gengi lána og launa, sem menn aug­ljós­lega standa frammi fyr­ir, að það var að mínu mati tekið á því með mjög skyn­sam­leg­um hætti með greiðslu­jöfn­un.

Hún fel­ur í sér að ef þetta mis­gengi geng­ur ekki til baka að fullu, og þar að auki hratt, að þá verði lán af­skrifuð. Þannig að í raun er fólg­in í því greiðslu­jöfn­un við veru­lega af­skrift lána ef efna­hags­lífið nær sér ekki aft­ur á strik. Og auðvitað von­um við að efna­hags­lífið nái sér á strik og ef að það ger­ir það að þá er vand­inn leyst­ur.“

- Hvernig bregstu við þeim orðrómi að of­an­greind leið myndi auka lík­ur á að banka­kerfið kynni að riða til falls með til­heyr­andi hættu fyr­ir inni­stæður?

„Ég verð nú að lýsa yfir þeirri ein­dregnu skoðun minni að öll viðfangs­efn­in eru viðráðan­leg. Jafn­vel versta hugs­an­lega niðurstaða frá sjón­ar­hóli bank­anna hvað varðar þessi gengi­tryggðu lán er þannig að banka­kerf­inu er viðbjarg­andi en það yrði mjög dýrt.“

Ítrek­ar að all­ar inni­stæður sé tryggðar

- Hvað seg­irðu við fólk sem á verðtryggðar bankainni­stæður og ótt­ast um að þær kunni að hverfa með falli bank­anna, áhyggj­ur sem m.a. hef­ur borið á í bloggi við ný­leg viðtöl um þetta efni?

„Þær munu ekki gera það því að í fyrsta lagi er áhætt­an ekki svo mik­il að bank­arn­ir eigi ekki fyr­ir öll­um kröf­um, þar á meðal inni­stæðum. Þar fyr­ir utan stend­ur áfram og mun standa enn um sinn yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að all­ar inni­stæður sé tryggðar. Þá á ég við all­ar inni­stæður í inn­lend­um inn­láns­stofn­un­um, óháð upp­hæð,“ seg­ir Gylfi Magnús­son.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnús­son viðskiptaráðherra. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert