Fjarskiptasjóður óskaði eftir umsögn fjármálaráðuneytisins um hvort útboð á háhraðatengingum gæti hugsanlega stangast á við ríkisstyrkjareglur Evrópusambandsins. Það var álit sérfræðinga fjármálaráðuneytisins á sviði ríkisstyrkja að svo væri ekki.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fasteignasjóði, sem sjóðurinn sendi vegna málshöfðunar Vodafone. Hefur Vodafone stefnt Fjarskiptasjóði og Símanum vegna samnings um háhraðanettengingar í dreifðum byggðum. Vodafone telur að samningurinn feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð við Símann, enda hafi hann ekki verið tilkynntur til Eftirlitsstofnunar EFTA sem þarf að samþykkja ríkisaðstoð.
Fjarskiptasjóður auglýsti útboð vegna háhraðanettengingar 27. febrúar 2008 og voru tilboð opnuð 4. september 2008. Verkefnið snerist um uppbyggingu á háhraðanetsþjónustu á svæðum þar sem háhraðanetþjónusta var ekki í boði og engin áform fjarskiptafyrirtækja að bjóða uppá slíkar tengingar á markaðslegum forsendum.