900 milljarðar í óefnislegum eignum

Íslenska bankakerfið var byggt á froðu og því dæmt til …
Íslenska bankakerfið var byggt á froðu og því dæmt til að hrynja. mbl.is

Þegar mest var fóru óefn­is­leg­ar eign­ir ís­lenskra fyr­ir­tækja í hátt í 1.000 millj­arða króna og má áætla að ekk­ert hafi verið á bak við 90% fjár­hæðar­inn­ar, um 900 millj­arða króna. Þetta er mat Vil­hjálms Bjarna­son­ar viðskipta­fræðings og fram­kvæmda­stjóra Fé­lags fjár­festa.

Eins og fram kom á frétta­vef Morg­un­blaðsins í gær voru óefn­is­leg­ar eign­ir Icelanda­ir 23.598 millj­ón­ir í síðasta efna­hags­reikn­ingi og því 181% meiri en eig­in fé fé­lags­ins upp á 14.605 millj­ón­ir króna. Skuld­ir nema rétt tæp­um 75 millj­örðum króna.

Hinar miklu óefn­is­legu eign­ir eru um­deild­ar og hef­ur Matth­ías Ims­land, for­stjóri Ice­land Express, meðal ann­ars haldið því fram að óefni­leg­ar eign­ir Iceland­ir séu stór­lega of­metn­ar.

Mikl­ar óefn­is­leg­ar eign­ir Haga hafa einnig verið til umræðu en talið er að Ari­on banki verði að leggja fyr­ir­tæk­inu til millj­arða króna sök­um þess að þær séu fjór­falt meiri en efn­is­leg­ar eign­ir, eða hátt í 10 millj­arðar króna.

Ekki í takt við raun­veru­leik­ann 

Vil­hjálm­ur seg­ir ís­lenskt viðskipta­líf hafa ein­kennst af upp­blásn­um efna­hags­reikn­ing­um þar sem óefn­is­leg­ar eign­ir voru of­metn­ar.

„Ég tel að af­koma ís­lenskra fyr­ir­tækja hafi aldrei rétt­lætt neina veru­lega viðskipta­vild. Menn komust upp með þetta af því að bank­ar lánuðu til kaupa á fyr­ir­tækj­um á upp­sprengdu og þá var þetta hægt. Það þurfti tvo í dans­inn. Það þurfti flón og flón í bönk­un­um. Það var verið að ýkja vænt­ing­ar um af­komu.“

- Af hverju voru menn að kaupa fyr­ir­tæk­in á slíku verði?

„Af því að þeir fengu lán og af því að þetta var svo ábyrgðarlaust. Það voru eng­ar ábyrgðir í dæm­inu. Bank­inn tryggði sig ekki og kaup­end­un­um var sama því þeir tóku enga ábyrgð á gerðum sín­um. Bank­arn­ir eru stóru söku­dólgarn­ir í þessu því þeir gerðu kaup­in mögu­leg. Þetta var miklu vera en Mata­dor því oft á tíðum voru þarna á ferð hrein og klár fjár­svik.

Menn tóku pen­inga út úr kerf­inu. Þarna var verið að selja fyr­ir­tæki á upp­sprengdu verði og menn tóku pen­ing­ana sem þeir fengu fyr­ir söl­una út úr kerf­inu og kaup­and­inn skrifaði und­ir í nafni hluta­fé­lags sem bar tak­markaða ábyrgð. Viðkom­andi þurfti aldrei að bera neina ábyrgð á þessu [...] Bank­arn­ir voru að þessu til að stækka efna­hags­reikn­ing­inn. Fyr­ir­tækjaráðgjöf­in tók háa þókn­un fyr­ir sem bætti efna­hag bank­anna og gaf mögu­leika á kaupauka.“

Umboðssvik stjórn­enda 

Aðspurður hvenær óefn­is­leg­ar eign­ir ís­lenskra fyr­ir­tækja náðu há­marki á ár­un­um fyr­ir hrunið seg­ir Vil­hjálm­ur að ætla megi að árið 2007 hafi þær nálg­ast 1.000 millj­arða króna, upp­hæð sem nem­ur um 66% af áætlaðari þjóðarfram­leiðslu síðasta árs. Þar af megi ætla að 90% upp­hæðar­inn­ar hafi verið „froða“ sem ekk­ert hafi verið á bak við.

„For­send­an er umboðssvik stjórn­enda bank­anna. Ef að hver ein­asti banki hefði gætt sín hefði þessi út­lána­vandi aldrei átt sér stað. Það er fyrsta spurn­ing banka­stjóra - og ég er van­ur maður, var banka­stjóri í 8 ár - var hvernig viðskipta­vin­ur­inn hvernig hann ætli að greiða lánið. Banka­kerfið og það vant­ar í bank­anna 60-70% af eign­um.“

Hundruð millj­arða í fel­um í skatta­skjól­um

- Hvert fóru all­ir pen­ing­arn­ir?

„Ég held að sum af þess­um kaup­um hafi hrein­lega verið af er­lend­um aðilum í tómri vit­leysu. Ég er líka far­inn að sann­fær­ast um að eitt­hvað af þess­um pen­ing­um er ann­ars staðar sem er í eigu út­rás­ar­vík­inga. Kroll og önn­ur rann­sókn­ar­fyr­ir­tæki eru að leita að þessu fé.

Eitt svarið sem ég hef er að bresk yf­ir­völd ætli að aðstoða við lausn Ices­a­ve með því að upp­lýsa hvað er í eigu Íslend­inga í bresk­um skatta­skjól­um. Það eru ör­ugg­lega ein­hverj­ar eign­ir á bresku Jóm­frúareyj­un­um og í öðrum sam­bæri­leg­um skatta­skjól­um. Það voru mörg fyr­ir­tæki skráð þar. Þetta gætu verið ein­hverj­ir hundruð millj­arða. Það hurfu 6.000 til 7.000 millj­arðar króna úr banka­kerf­inu. Það er al­veg ljóst fyr­ir Lúx­em­borg-Tor­tóla leiðin var til staðar og eitt­hvað fór þar.“

- Er ör­uggt að þess­ir pen­ing­ar finn­ist á end­an­um?

„Ég veit það ekki. Ég get ekki svarað því. Bret­ar vita ef til vill svarið.“

Vilhjálmur Bjarnason.
Vil­hjálm­ur Bjarna­son. Brynj­ar Gauti
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert