Hreinsað til við Alþingi

Unnið að hreinsun á Alþingishúsinu í morgun
Unnið að hreinsun á Alþingishúsinu í morgun mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í alla nótt að hreinsa til á Austurvelli, eftir mótmælin í gærkvöldi, og verktaki var í morgun að hreinsa alþingishúsið. Sex bekkir voru rifnir upp og notaðir sem eldsmatur á bálið á Austurvelli.

Starfsmenn hverfastöðvarinnar við Njarðargötu byrjuðu sitt verk upp úr miðnætti. Þorgrímur Hallgrímsson rekstrarstjóri segir að mikið drasl hafi verið skilið eftir, ekki síst matarumbúðir. Eggjabakkarnir voru áberandi enda var mörgum eggjum grýtt á alþingishúsið.

Þá segir hann að fólk hafi greinilega komið með nesti því mikið hafi verið af pizzakössum og drykkjarílátum.

Nokkrir starfsmenn borgarinnar voru við hreinsunina. Þeir voru með stóran vörubíl til að fjarlægja tunnurnar og leifarnar af bálinu á Austurvelli. Þá voru notaðir tveir stórir gangstéttarsópar, vatnsbíll og ryksuga. 

„Nei, ekki alveg,“ segir Þorgrímur þegar hann er spurður að því hvort Austurvöllur sé kominn í samt lag. Segir hann að rifnir hafi verið upp bekkir, líklega sex talsins, og þeir eyðilagðir á bálkestinum og síðan sé grasið skemmt undan bálinu. Þá sjáist á ljósastaurum.

Starfsmenn hreinsunarfyrirtækis voru að þrífa alþingishúsið í morgun.

Þrjátíu rúður voru brotnar í Alþingishúsinu í gærkvöldi
Þrjátíu rúður voru brotnar í Alþingishúsinu í gærkvöldi mbl.is/Ernir Eyjólfsson
Unnið er að hreinsun á Alþingishúsinu í morgun
Unnið er að hreinsun á Alþingishúsinu í morgun mbl.is/Ernir Eyjólfsson
Hreinsað til í morgunsárið
Hreinsað til í morgunsárið mbl.is/Ernir Eyjólfsson
Frá Alþingi í morgun
Frá Alþingi í morgun mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka