Tveir í haldi vegna líkamsárásar

mbl.is/Jakob Fannar

Fjórir karlmenn voru handteknir síðdegis í dag grunaðir um líkamsárás á horni Laugavegar og Vitastígs á fimmta tímanum í dag. Að sögn lögreglu er búið að sleppa tveimur mönnum. Hinir eru enn í haldi. Maður sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild, en hann hlaut höfuðáverka.

Hann var hins vegar með meðvitund þegar sjúkraliða bar að garði.

Mennirnir sem voru handteknir eru íslenskir og á þrítugsaldri og hafa þeir komið við sögu lögreglu áður. Þeir voru ekki vopnaðir að sögn lögreglu.

Ekki liggur fyrir hvers vegna þeir réðust á manninn. Málið er í rannsókn.

Tilkynnig barst lögreglu um kl. 16:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert