Hugmyndirnar ræddar á tugum funda OR

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Hugmyndir um hagræðingu með skertu starfshlutfalli starfsfólks OR hafa verið ræddar í stjórn fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Orkuveita Reykjavíkur hefur sent frá sér.

„Þær hafa líka verið ræddar á tugum samráðsfunda, sem farið hafa fram síðustu vikur. Fundargerðir samráðsfunda með trúnaðarmönnum bera það m.a. með sér.

Stjórnarmaður í OR tók upp á því í morgun að boða trúnaðarmenn hjá fyrirtækinu á sinn fund. Forstjóri OR kom óboðinn á þann fund ásamt innri endurskoðanda OR, enda fordæmalaust að einstakir stjórnarmenn boði til starfsmannafunda.

Á fundinum kom fram að þessar tilteknu hugmyndir hafa verið ræddar í stjórn OR. Þær voru gagnrýndar á fundinum í morgun.

Stjórnendur OR hafa kappkostað að vanda til þeirra hagræðingaraðgerða, sem fyrirtækið stendur frammi fyrir," segir í tilkynningu sem OR hefur sent frá sér vegna tilkynningar sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sendi frá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert