Vilja aukafund í stjórn OR

mbl.is/Heiðar

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur óskaði í dag eftir aukafundi í stjórn fyrirtækisins vegna yfirvofandi fjöldauppsagna.

Að sögn Sjálfstæðisflokksins er ástæðan sú, að upplýsingar hafi borist um að nokkrir trúnaðarmenn starfsmanna Orkuveitunnar hafi fyrir nokkru kynnt stjórnendum fyrirtækisins tillögur sínar um hvernig komast megi hjá fjöldauppsögnum með því að ná fram verulegum sparnaði með starfshlutfallsskerðingu. 

Segist Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn OR, telja það ámælisvert að umræddar tillögur hafi ekki verið kynntar fyrir stjórn fyrirtækisins. Því sé óskað eftir því að tillögurnar verði kynntar og ræddar í stjórn fyrirtækisins svo tryggt sé að hagræðingarvinna þess fari fram í sem bestri sátt við starfsmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert