Ísland efli tengslin við Íran

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Seyed Hossein Rezvani, sendiherra …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Seyed Hossein Rezvani, sendiherra Írans á Íslandi með aðsetur í Ósló.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vill efla tengsl Íslands og Írans. Þetta kom fram á fundi forsetans með Seyed Hossein Rezvani, sendiherra Írans á Íslandi með aðsetur í Ósló, á Bessastöðum fyrir skömmu. Sagði forsetinn Íran gegna mikilvægu hlutverki í Miðausturlöndum og heiminum öllum.

Forseti Íslands kallar eftir nánari samvinnu ríkjanna en fram kemur á vef fréttastofunnar Fars News Agency að Ólafur Ragnar og Rezvani hafi lýst yfir „ánægju með vaxandi samskipti á milli Írans og Íslands“.

Fyrirsögn greinarinnar er: „Forseti Íslands undirstrikar merkilega stöðu Írans í heiminum“.

Íslendingar vilja miðla þekkingu til Írana

„[Ólafur Ragnar] Grímsson kallaði eftir samvinnu [stjórnvalda í] Teheran í sjávarútvegi og á sviði jarðhita og lýsti yfir vilja landsins til að miðla þekkingu og reynslu á þessum tveimur sviðum til Írans,“ segir á vef fréttaveitunnar í lauslegri þýðingu úr ensku yfir á íslensku.

„Hann undirstrikaði þörfina fyrir að auka gagnkvæmar heimsóknir fulltrúa beggja landa í stjórnmálum, efnahagsmálum og á sviði menningarmála, og óskaði eftir frekari aðstöðu og undirbúningi fyrir samvinnu hins opinbera og einkageirans í Íran og á Íslandi.

Rezvani átti einnig sérstakan fund með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra Íslands, og ræddi nýjustu þróun mála í tvíhliða samskiptum auk annarra málefna sem vekja gagnkvæman áhuga,“ segir á vef fréttaveitunnar.

Yfirlýsingar forsetans vekja athygli, ekki síst í ljósi þess að viðskiptabann er á írönsku klerkastjórnarinnar vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Þá er stjórn Mahmouds Ahmadinejads Íransforseta yfirlýstur óvinur Ísraelsríkis.

Afhenti trúnaðarbréf

Nálgast má umfjöllun forsetaembættisins um fundinn hér.

Orðrétt segir á vef forsetaembættisins:

„Forseti á fund með nýjum sendiherra Írans hr. Seyed Hossein Rezvani sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastööðum. Rætt var um áhuga á samstarfi á sviði jarðhita og sjávarútvegs, aðgang ungs menntafólks að Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktir eru á Íslandi. Þá var einnig rætt um þróun mála í Miðausturlöndum, og samskipti Írans við nágrannalönd.“

Ekki er ljóst hvort Mahmoud Ahmadinejad Íransforseta sé kunnugt um …
Ekki er ljóst hvort Mahmoud Ahmadinejad Íransforseta sé kunnugt um fund sendiherrans og yfirlýsingar forseta Íslands. Reuters
Fréttin á vefsíðu Fars News Agency.
Fréttin á vefsíðu Fars News Agency.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert