Segir forseta ekki taka afstöðu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Í tilefni af fjölmiðlaumfjöllun um viðtal á alþjóðlegu sjónvarpsstöðinni Bloomberg í morgun, vill forseti Íslands árétta, eins og þar kom fram, að það væri grundvallarregla í stjórnskipun Íslands að forseti tæki ekki afstöðu til samninga eða málefna sem Alþingi ætti eftir að afgreiða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forsetaembættinu.

„Varðandi Icesave yrði fyrst að ljúka samningum og þeir síðan að fara fyrir Alþingi og hljóta samþykki þar. Að öðru leyti lýsti forseti í viðtalinu sömu skoðun og fram kom í ræðu hans við setningu Alþingis 1. október síðastliðinn en þá sagði forseti: „Úrslitin fólu líka í sér áminningu til allra aðila málsins sem þá var á dagskrá um að þjóðin verður, þegar upp er staðið, að vera sátt við niðurstöður.“ Að þessu leyti kom því ekkert nýtt fram í samtalinu við Bloomberg sem ekki hafði komið fram áður."

Frétt Bloomberg

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert