Sakar forsætisráðherra um að leyna upplýsingum

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, full­yrti í upp­hafi þing­fund­ar á Alþingi í dag, að for­sæt­is­ráðherra væri að leyna þingið upp­lýs­ing­um.

Guðlaug­ur Þór hef­ur oft í vet­ur gagn­rýnt ráðherra fyr­ir að vera spara á upp­lýs­ing­ar um ýmis mál sem hann hef­ur spurt um. Guðlaug­ur Þór sagði að hann og Óli Björn Kára­son, varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hefðu í hálft ár reynt að fá upp­lýs­ing­ar um sér­fræðikostnað hjá starfs­mönn­um fé­lags­vís­inda­sviðs Há­skóla Íslands en það hefði mætt ým­is­kon­ar töf­um hjá for­sæt­is­ráðherra.

„Þann 15. þessa mánaðar kom hins veg­ar svar, sem ég full­yrði að er rangt. Ég full­yrði það, að hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra sé að leyna þing­inu upp­lýs­ing­um. Eina leið okk­ar í stöðu sem þess­ari er að fá skýrslu frá Rík­is­end­ur­skoðun um málið," sagði Guðlaug­ur Þór. Fór hann fram á það að for­sæt­is­nefnd Alþing­is hlutaðist til um að Rík­is­end­ur­skoðun gerði slíka út­tekt.

Í svari for­sæt­is­ráðherra, sem Guðlaug­ur Þór vísaði til, er til­greind­ur kostnaður ráðuneyta við aðkeypta þjón­ustu, ráðgjöf og sér­verk­efni nú­ver­andi starfs­manna fé­lags­vís­inda­deild­ar Há­skóla Íslands.

Í bréfi, sem Guðlaug­ur Þór sendi for­seta Alþing­is, þar sem fram kom form­leg beiðni um út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar, seg­ir hann að sem dæmi um röng og ófull­nægj­andi svör við fyr­ir­spurn­inni megi til­greina, að ekki sé upp­lýst hvað Stefán Ólafs­son, pró­fess­or, fékk greitt fyr­ir að vera  formaður nefnd­ar, vinnu og skýrslu­skrif hjá heil­brigðisráðuneyti árið 2009.

Þá sé ekki upp­lýst hvaða aðilar unnu fyr­ir Há­skóla Íslands við mat á áhrif­um á skatt­breyt­ing­um, við út­reikn­inga á ýms­um þjóðhags­stærðum í tengsl­um við samn­ing Sam­einuðu þjóðanna um los­un gróður­húsaloft­teg­unda. 

Einnig sé ekki upp­lýst um kostnað við tíma­bund­in störf Sig­ur­bjarg­ar Sig­ur­geirs­dótt­ur hjá for­sæt­is­ráðuneyti, heil­brigðisráðuneyti og ut­an­rík­is­ráðuneyti á ár­un­um 2007-2008 og ekki sé upp­lýst um kostnað við vinnu Þórólfs Matth­ías­son­ar fyr­ir eft­ir­list­nefnd um sér­tæka skuldaaðlög­un.

Svar for­sæt­is­ráðherra

Vís­ar ásök­un­um þing­manns á bug

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert