Farið að sjást aftur í götur á Höfn í Hornafirði

Sumir drógu bátana fram á Höfn í gær.
Sumir drógu bátana fram á Höfn í gær. mbl.is/Sigurður Mar

Dregið hefur úr vatnavöxtum á götum Hafnar í Hornafirði eftir miklar rigningar og sjatnaði heilmikið í nótt að sögn lögreglu. Farið er að sjást aftur í götur en í gær hafði víða flætt inn í hús og náði vatnið upp að ökklum inni í húsunum. Stóðu bæjarstarfsmenn í ströngu við að dæla burt vatni úr og frá húsum því fráveitukerfið hafði ekki undan í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert