Eldgos er hafið á Reykjanesskaga eftir að aukinnar jarðskjálftavirkni varð vart nærri Sundhnúkagígum. Meira
Starfsmenn HS Orku urðu fyrst varir við merki í borholum um yfirvofandi eldgos rétt áður en það hófst. Starfsmenn voru á svæðinu og fluttu þeir sig strax upp á Reykjanes. Meira
Hraun rennur nú alveg rétt við bílaplan Bláa lónsins og mun líklega fara yfir planið eftir skamma stund. Ekki er þó talið að hraunið muni fara inn fyrir varnargarð og að lóninu sjálfu eða orkuverinu í Svartsengi. Meira
Hraun fór yfir Grindavíkurveg um hálffimmleytið í nótt á svipuðum slóðum og það hefur áður farið yfir veginn. Meira
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir eldgosið sem hófst í Sundhnúkagígaröðinni í gærkvöldi vera nokkuð hefðbundið en þó í minni kantinum, enda hafi land risið minna en áður. Meira
Hluti bílastæðis við Bláa lónið er þegar farinn undir hraun. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segist hafa verið í samtölum við viðbragðsaðila. Meira
Grindvíkingurinn Eiríkur Óli Dagbjartsson heyrði ekki í viðvörunarlúðrunum þegar þeir fóru af stað í kvöld. Þetta er í annað sinn sem hann heyrir ekki í lúðrunum þegar það byrjar að gjósa. Meira
Einar Gústafsson hefur látið af störfum sem forstjóri American Seafoods og hefur Inge Andreassen sem var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs þegar tekið við starfi forstjóra. Einar gegndi stöðunni í rúm tvö ár. Meira
„Það er ákveðinn léttir fyrir Grindvíkinga að þetta virðist vera meinlítið þó að gos sé alltaf alvarlegur atburður, ekki síst út af gasmengun. En ef upptökin hefðu verið sunnar hefði þetta getað verið alvarlegra fyrir Grindavíkurbæ,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur Meira
Hraunið sem nú rennur meðfram varnargarðinum norðan við Bláa lónið hefur í fyrri gosum á þessu ári ekki runnið jafn langt til vesturs. Er það nú svo gott sem komið að bílastæðum við Bláa lónið. Meira
Ljósmyndari mbl.is náði myndum af svæðinu þar sem hraunið rann yfir nú fyrir skömmu, meðal annars þar sem það þverar veginn. Meira
Rýming í Grindavíkurbæ og í Bláa lóninu er enn í fullum gangi. Meira
Eldgos er hafið við Stóra-Skógfell á Reykjanesskaga. Meira
„Á allri minni lífsleið hef ég aldrei lent í svona. Ég hef aldrei lent í því að detta í svona djúpa lægð. Þetta snerti mig alveg rosalega mikið og meira en ég átti von á.“ Meira
Hraunflæði úr eldgosinu er komið yfir bæði heita vatns og kaldavatnslagnir sem liggja til og frá Svartsengi auk þess sem hraunið er nú undir Svartsengislínu. Vatnslagnirnar eru báðar í jörðu á þeim kafla sem hraunið er og eru því varðar, en óttast er að hiti frá hrauninu sem rennur undir raflínuna geti haft þau áhrif á að línan sjálf eyðileggist vegna hita. Meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt mæðgur í fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattlögum og gert þeim að greiða háar sektir. Meira
Svartsengislína Landsnets er dottin út. Það þýðir að rafmagn dettur af Svartsengi og Grindavík. Hins vegar eru vara rafmagnsstöðvar við Svartsengi sem eiga að detta inn og Landsnet er í viðbragðsstöðu með færanlegar rafstöðvar til að fara með til Grindavíkur. Meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að rýming fólks frá Grindavík og Bláa lóninu hafi gengið vel fyrir sig en eldgos hófst við Stóra Skógfell klukkan 23.14 í gærkvöld. Meira
Fjórir ferðamenn létust vegna metanóleitrunar eftir að hafa drukkið mengað alkóhól á vinsælum ferðamannastað í Laos, að því er talið er. Meira
Samfylkingin bætir við sig nokkru fylgi í nýjustu könnun Maskínu sem og Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn. Píratar mælast ekki inn á þingi frekar en Vinstri græn og Framsókn er með innan við 6% fylgi. Meira