Elsti ísbjörn í heimi fundinn

Kjálkabeinið er 23 sm langt.
Kjálkabeinið er 23 sm langt. mynd/Ólafur Ingólfsson

Elstu leifar af ísbirni sem vitað er um fundust nýlega á Svalbarði við rannsókn Ólafs Ingólfssonar prófessors í jarðfræði við Háskóla Íslands. Vísindavefur BBC fjallar ítarlega um fund Ólafs en hann fann kjálkabein sem talið er að sé úr fullvaxta birnu, trúlegast um 110 til 130 þúsund ára gamalt.

Jarðlögin sem beinið fannst í eru vísbending um aldur kjálkans en ef rannsóknir á honum staðfesta það þá eru það fréttir því fram til þessa hafa vísindamenn talið að ísbirnir væru fremur ung dýrategund og hefðu komið fram á sjónarsviðið fyrir um 70 þúsund árum.

Kjálkabeinið er vel varðveitt, um 23 sm langt og segir Ólafur að enginn vafi leiki á því að þetta sé kjálki úr ísbirni.

Sjá nánar í umfjöllun BBC

Ólafur Ingólfsson.
Ólafur Ingólfsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert