fös. 19. júlí 2024 10:14
Kristín Sif vill að vefsíðan heilsuvera.is verði aftur eins og hún var.
Kristín: „Hver skemmdi þetta fyrir mér?“

Þau Kristín Sif og Þór Bæring ræða vefsíðuna heilsuvera.is í morgunþættinum Ísland vaknar.

Þór kveðst aldrei hafa notað vefinn en Kristín útskýrir að þar sé fólki gert kleift að spyrja lækna spurninga og leggja inn beiðnir án þess að mæta á heilsugæslu.

Óhentug breyting á vefsíðunni

Kristín lýsir því að hafa þurft að nota vef Heilsuveru nokkrum sinnum en nýlega ætlað að senda inn fyrirspurn og fengið svarið að ekki væri hægt að hafa samband nema á opnunartíma heilsugæslunnar.

Kristín Sif útskýrir að áður hafi verið hægt að senda skilaboð allan sólarhringinn og harmar að því hafi verið breytt. Spyr hún þá: „Hver er ástæðan, hver skemmdi þetta fyrir mér?“

Þór er fljótur til svara. Vísar hann í viðtal sem tekið var við formann félags heimilislækna, Margréti Ólafíu Tómasdóttur, í þættinum Dagmálum á mbl.is og lýsir því að læknar hafi oft þurft að svara rauðvínspóstum eftir helgar.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/07/16/mikid_magn_af_raudvinspostum_eftir_helgar/

„Þá var búið að drita inn alls konar spurningum,“ segir hann og tekur sem dæmi spurningar um hvers konar sjampó væri best að nota fyrir hunda og hvernig ætti að losna við ruslpóst.

Heyra má samtal þeirra Þórs og Kristínar í heild í spilaranum hér fyrir neðan.

 

 

til baka