Þjóðmálin
14. febrúar 2025
Þann 23. febrúar ganga Þjóðverjar til þingkosninga og Kristilegir demókratar virðast vera á leið aftur í ríkisstjórn. Baráttan hefur verið lituð af arfleifð Angelu Merkel, fyrrverandi Þýskalandskanslara, í útlendingamálum, orkumálum og efnahagsmálum. Þjóðernisflokkurinn AFD er á blússandi siglingu en gestir þáttarins, Björn Jón Bragason og Guðbjörn Guðbjörnsson, vara við því að AFD sé öfgakenndari heldur en aðrir popúlistaflokkar sem hafa náð fótfestu í Evrópu á undanförnum árum.
Þýskaland er fjölmennasta ríki Evrópusambandsins og báðir viðmælendur eru sammála um að það skiptir máli hver sé við stjórn í landinu. Í þættinum er rætt um AFD, Olaf Scholz, Elon Musk og margt fleira.