Fréttaritarar

Morgunblaðið hefur þéttriðið net fréttaritara á landsbyggðinni, á flestum þéttbýlisstöðum og í mörgum sveitum. Hlutverk fréttaritaranna er að vinna sjálfstætt að fréttaöflun fyrir Morgunblaðið og vera tengiliðir ritstjórnar blaðsins á staðnum. Gegna þeir því mikilvægu hlutverki í fréttaöflun blaðsins á landsbyggðinni.

Lesendur geta haft beint samband við fréttaritarana, til dæmis til að koma á framfæri ábendingum um efni. Að sjálfsögðu geta lesendur einnig haft samband við starfsmenn Morgunblaðsins í Reykjavík, t.d. fréttastjóra eða aðra yfirmenn á ritstjórn.

Lista yfir fréttaritara ásamt netföngum má sjá með því að smella á nafn landshluta hér til hliðar. Almennt netfang ritstjórnar Morgunblaðsins er ritstjorn@mbl.is.