Morgunblaðið hefur skoðanir sem koma fram í ritstjórnargreinum blaðsins og móta oft og tíðum umræðuna sem verður í þjóðfélaginu.
Morgunblaðið aðhyllist frelsi í orðum og gerðum. Blaðið tengist ekki pólitískum flokki og er þar af leiðandi ekki málgagn eins eða neins. Morgunblaðið er skrifað fyrir lesendur þeim til ánægju og fróðleiks.
Fjölbreytt efni og þjónusta
Á ritstjórn Morgunblaðsins starfa um 150 manns. Morgunblaðið hefur einnig fréttaritara á öllum helstu stöðum landsins og víða erlendis sem fylgjast með því sem gerist á sínu svæði. Einnig er rekin skrifstofa á Akureyri, þar sem starfa tveir blaðamenn, og á Egilsstöðum.
Auk þess hefur Morgunblaðið á sínum snærum fjöldann allan af dálkahöfundum, gagnrýnendum og sérfræðingum á sviði vísinda, tækni, bókmennta, kvikmynda, leikhúss, tónlistar, umhverfismála, myndlistar og ótal fleiri sérsviðum.
Morgunblaðið hefur einnig aðgang að fréttum og greinum í gegnum erlend stórblöð, fréttastofur og gagnabanka víða um heim.
Morgunblaðið býður upp á fjölbreytt efni hvern útgáfudag. Í hverri viku fylgir Morgunblaðinu fjöldi sérblaða auk þess sem gefið er út sérblað um íþróttir sex daga vikunnar. Þannig er komið til móts við hinar ýmsu þarfir lesendahóps Morgunblaðsins. Á hverju ári eru einnig gefnir út blaðaukar sem tengjast einstökum málum, t.d. um fermingar, brúðkaup, tölvur, fjármál og fl.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða þarfnast aðstoðar varðandi ritstjórn vinsamlegast sendu okkur þá tölvupóst á netfangið ritstjorn@mbl.is og munum við reyna að svara þinni fyrirspurn sem allra fyrst.