Varnarmaðurinn Grétar Rafn Steinsson segir að bæta þurfi umgjörðina í kringum landsliðið, en hann var ánægður með frammistöðu íslenska liðsins þrátt fyrir tapið.
„Það eru örfáir hlutir sem ég vil að við gerum betur en það eru margir hlutir í sambandi við umgjörðina sem mættu vera betri. Það vantar meiri fagmennsku í kringum landsliðið til að auka gæðin og þeir bara taka það til sín sem eiga. Leikmenn hafa verið að vinna sína vinnu betur og sýna hvað þeir geta úti á vellinum, það hefur ekki vantað, en það þarf betri hugmyndafræði á bak við þetta,“ sagði Grétar Rafn, en neitaði að öðru leyti að tjá sig um nákvæmlega hvaða þætti í umgjörð landsliðsins þyrfti að laga.
Sjá ítarlega umfjöllun um leik Íslands og Skotlands í Morgunblaðinu í dag.
Það er meira í Mogganum.