„Þetta eru að sjálfsögðu gríðarleg vonbrigði. Sérstaklega þar sem við vorum betra liðið í síðari hálfleik. Við áttum tvö skot í þverslá í síðari hálfleik og mér fannst við alltaf vera líklegir til þess að skora,“sagði Logi Ólafsson þjálfari KR eftir 2:1-tap liðsins gegn nýliðum Fjölnis í Grafarvogi í kvöld.
„Ég sá ekki atvikið þegar vítaspyrnan var dæmd en það er alveg sama hvernig maður tapar. Það er alltaf sama tilfinningin og sú tilfinning er ekki góð. Mér fannst okkur takast að stöðva þeirra skyndisóknir ágætlega en þeir eru býsna hættulegir í föstum leikatriðum sem varð okkur að falli að þessu sinni,“
Sjá nánar um leikinn og viðtöl í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun.