Fimmtudagur, 31.1.2008
"Ég er ađ klára stúdentinn um nćstu jól af málabraut Borgarholtskóla og er ţví í 26 einingum ţessa önn, ég hef ađ vísu ekki mćtt í einn einasta tíma undanfariđ vegna vinnunnar viđ leikhúsiđ, en skólinn er ótrúlega skilningsríkur og gaf mér leyfi fyrir frjálsri mćtingu eins og stađan er núna. Kennararnir mínir eru yndi og ekkert nema yndi, ég rembist svo eins og rjúpan viđ staurinn ađ skila ţokkalega af mér heimaverkefnunum sem ganga upp og ofan, frekar mikiđ álag núna," seir Elsa Björnsdóttir sem leikur í Óţelló, Desdemóna og Jagó sem var frumsýnt 30. janúar á litla sviđi Boragrleikhússins. Sýningin, sem er samvinnuverkefni Draumasmiđjunnar, Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins, er leikgerđ Gunnars Gunnsteinssonar, sem einnig er leikstjóri verksins en hann byggir verkiđ á Óţelló eftir Shakespeare.
Hvernig er ađ starfa međ leikara eins og Hilmi Snć? "Hilmir er stórkostlegur leikari, ég dýrka ađ fá ţetta tćkifćri til ađ vinna međ honum, hann er stútfullur af hćfileikum sem ég vćri til í ađ hafa smá brot af sjálf. Hann er skemmtilegur og hress aldrei leiđinlegt í vinnunni međ honum. Ţađ var mjög gaman ađ kenna honum táknmáliđ sem hann notar á sýningunni, hann lćrđi ţađ eins og hann hefđi aldrei gert annađ. Ég vona ađ ég fái ađ vinna međ honum aftur síđar í öđru verki. Eins og hinir í sýningunni, allt ćđislegt fólk og búiđ ađ vera mjög gaman hjá okkur ađ púsla saman ţessu verki, á köflum leit ekki út fyrir ađ ţetta myndi ganga upp, en viđ náđum á leiđarenda og erum mjög ánćgđ međ sýninguna. Ţá er ég innilega ţakklát leikstjóranum mínum Gunnari Gunnsteinssyni, hann hefur virkilega haft mikil áhrif á mig og ţađ var rosalega gott ađ vinna međ honum, hann hefur einstaka sýn á hvernig táknmáliđ eigi ađ vera á sviđinu og kom mér oft á óvart međ frábćrum viđhorfum sínum. "
Fjallkonur áriđ 2006 voru tvćr, ţćr Elsa Björnsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir. Ţćr fluttu ljóđiđ Einu-sinni-var-landiđ eftir Steinunni Sigurđardóttur, Tinna á talmáli en Elsa á táknmáli.
Tvisvar hafnađ en gefst ekki upp
"Ég hef tvisvar sinnum fariđ í inntökupróf leiklistarháskólans hér heima, en í hvorugt skiptiđ komst ég inn, Ég veit ekki hvort ég reyni viđ ţađ aftur en aldrei ađ vita. Ég hef hinsvegar sótt skóla úti í Danmörku sem heitir Odsherred Theaterschool, og sótt fjölda námskeiđa hjá leikurum bćđi döff leikurum og eins physical kennurum. Segja má ađ ég lćri mest í vinnunni sjálfri, ţar er mađur ađ lćra á fullu allann daginn allt ćfingartímabiliđ. Ég held áfram ađ mennta mig, ţó ég fái ekki hina hefđbundu menntun á sama hátt og flestir í ţessum bransa. Ţví ađ ţađ ađ vera ađ lćra flest í vinnunni er ekki endilega jákvćtt, í skóla fćrđ ţú tćkifćri til ađ gera mistök, í vinnunni áttu ekki ađ gera mistök. Já pressa sem ég finn og veit vel af svo ég sćki öll ţau námskeiđ sem ég kemst á. Svo kýlir mađur á ţetta bara og heldur áfram," segir Elsa.
Breytt s.d. kl. 11:12 | Facebook
Miđvikudagur, 30.1.2008
"Jack Canfield verđur í kvöld hjá Opruh klukkan 22.30," segir Viddi Greifi en hann stendur fyrir námskeiđi međ Jack um helgina í Háskólabíó. "Ţađ er einfaldlega bara bannađ ađ missa af ţessu," bćtir hann viđ. Meira um komu Jack til Íslands hér.
Miđvikudagur, 30.1.2008
"'Ég er ađ leggja lokahönd á sjöunda Rokklandsdiskinn sem kemur út eftir 2-3 vikur vonandi," svarar Ólafur Páll Gunnarsson flottasti útvarpsmađur landsins "Svo er mikiđ stuđ á Rásinni (Rás 2) en hún verđur 25 ára í desember Ég hef veriđ međ annan fótinn á Rásinni í 17 ár. Hjálmar Hjálmarsson leikari byrjar nćstu helgi međ vikulegan ţátt á sunnudögum klukkan ţrjú ţar sem hann spjallar viđ fólk sem hefur komiđ ađ Rásinni á einn eđa annan hátt öll ţessi ár. Hann ćtlar ađ blanda saman gömlum brotum úr safninu, spila gamlar auglýsingar, tónleikaupptökur og gamla pistla. Svo erum viđ ađ lýsa eftir nýjum pönklögum í samstarfi viđ Ţjóđleikhúsiđ fyrir söngkleikinn Ástin er diskó - lífiđ er pönk eftir Hallgrím Helgason. Ég hvet fólk til ađ taka ţátt."
Breytt s.d. kl. 09:33 | Facebook
Ţriđjudagur, 29.1.2008
Megum viđ búast viđ óvćntum endi á Pressu nćsta sunnudagskvöld? "Já ég get lofađ ţví ađ ţađ er allt ađ fara í háaloft," svarar Óskar Jónasson kvikmyndagerđarmađur dulur. Verđur endirinn blóđugur? "Já fyrir suma," svarar hann enn dularfyllri. Er endirinn rómantískur? "Já fyrir ađra en eins og ţú heyrir gef ég ekki meira upp." Fáum viđ framhaldsseríu? "Ţađ er veriđ ađ rćđa ţađ. Viđ erum ađ kanna viđbrögđin viđ ţessari seríu. Ţađ verđur ákveđiđ međ hćkkandi sól en ţađ er ekki í mínu valdi ađ ákveđa ţađ."
Allir leikararnir sem ég hef spjallađ viđ segja ađ ţú sért sérstaklega ljúfur leikstjóri? "Ég sé enga ástćđu til annars en ćtli ég sé ekki frekar nákvćmur og dáldill vinnupískari en ţađ fylgir ţví hvernig viđ gerum ţćttina. Viđ gerum ţá hagkvćma sem kostar ţađ ađ leikarar eru ćfđir annars stađar en á tökustađ."
Breytt s.d. kl. 23:13 | Facebook
Ţriđjudagur, 29.1.2008
Hvađ er kynţokkafullt í fari karlmanna? "Karlmönnum sem líđur vel í eigin skinni, hafa húmor fyrir sjálfum sér og lífinu, úsa af sjálfsöryggi og kynţokka. Einnig finnst mér kynţokkafullt ţegar karlmenn eru kurteisir og koma fallega fram viđ konur og ţađ ađ karlmenn geti sýnt tilfinningar sínar og átt frumkvćđi af rómantískum stundum er líka einstaklega ţokkafullt ađ mínu mati," svarar Kolbrún Pálína Helgadóttir blađamađur og fyrrum Ungfrú Ísland.is.
Breytt s.d. kl. 09:30 | Facebook
Mánudagur, 28.1.2008
Ása (fyrir miđju) stílisti segir Pokadagana slá allt út.
"Viđ erum međ Pokadaga núna," svarar Ása Ottesen stílisti í Gyllta Kettinum. "Ţetta hefur aldrei veriđ gert áđur á Íslandi. Um er ađ rćđa eina bestu útsölu sem hefur veriđ haldin. Um tvo poka er ađ rćđa, einn kostar 4000 og hinn 6000 krónur - svo bara tređur ţú í pokann: pelsum, hćlaskóm og kjólum burtséđ frá verđi. Ţó pelsinn sé á 18900 krónur ţá skiptir ţađ engu máli ef ţú ert sniđug ađ rúlla fötunum upp og trođa ţeim í pokann. Ţessi ađferđ er ađ slá í gegn. Fólk er ekki ađ trúa ţessu en ţetta er rýmingarsala fyrir nýjum vörum." Birt verđur áhugavert videoviđtal viđ Ásu um vortískuna á morgun.
Sunnudagur, 27.1.2008
Ţađ er DanceCenter Reykjavík, sem stendur fyrir Dansfestivali 15. og 16. febrúar og í ţví tilefni koma danshöfundarnir og dómararnir, Dan Karaty og Shane Sparks úr ţáttunum So You Think You Can Dance? til ađ kenna íslenskum dönsurum, ţađ besta sem völ er á í Íţrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal.
Breytt s.d. kl. 12:41 | Facebook
Laugardagur, 26.1.2008
Međ nýju ritstjórunum fagnađi föngulegur hópur á veitingastađnum B5, Bankastrćti 5. DJ Margeir ţeytti skífum, Ásta, Ási og Andrea Brabin hjá Eskimo mćttu galvösk, Ţórarinn Ţórarinsson, Valur Grettisson, Reynir Traustason, Kolbrún Bergţórsdóttir, Hallgrímur Helgason, Guđmundur Steingrínsson ásamt konu sinni Alexíu voru líka í stuđi. Ţar mátti einnig sjá Söru í Nakta apanum oog óteljandi ómótstćđilegar fyrirsćtur frá Ford, Elfar Ađalsteinsson, Brynju Björk Garđarsdóttur og sćta kćrastann hennar Guđjón Jónsson. Spákonan Sigríđur Klingenberg var ađ vanda hrókur alls fagnađar. Sjá myndir.
Föstudagur, 25.1.2008
Eva, lengst til hćgri, eignađist heilbrigđan dreng eldsnemma í morgun.
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, dóttir Eddu Björgvins leikkonu, og Bjarni Ákason stofnandi Humac, söluađila Appel á Norđurlöndunum, sem Baugur keypti nýveriđ, eignuđust yndislegan dreng í morgun, bóndadaginn. Móđur og barni heilsast vel. Ef marka má fćđingardaginn sem drengurinn velur ađ koma í heiminn ţá er hann eflaust einn af ţeim fjölmörgu sem vilja láta dekra viđ sig á dögum sem ţessum.
Breytt s.d. kl. 19:44 | Facebook
Föstudagur, 25.1.2008
Klikkiđ á myndirnar hér ađ ofan til ađ sjá viđtöl viđ gođin.
"Luxor strákarnir hafa einhvern tón sem er alveg einstakur en ég hlusta yfirleitt á klassíska tónlist en aldrei á popp og lagiđ Over the Rainbow er algjört listaverk á nýju plötunni ţeirra. Ţeir eru fyrstu íslensku strákarnir sem líta út eins og ítalskir karlmenn sem eru taldir best klćddu menn í heimi. Ţeir eru flottir og karlmannlegir," sagđi Heiđar Jónsson í desember á síđasta ári.