Sviðsljós

Bakar pönnukökur fyrir pabba!

Katrín megasæt 

Katrín Dögg ætlar að baka pönnukökur fyrir pabba sinn um helgina.

"Ég ætla að elda fyrir kærastann minn og hitta æskuvinkonur mínar, Unni og Tinnu. Ég var búin að lofa pabba að baka pönnukökur fyrir hann og mömmu. Annars verð ég í rólegheitunum heima að brjóta saman þvott. Ég tek þvottinn í rispum en sófinn er fullur," segir Katrín Dögg Sigurðardóttir hlæjandi. "Svo ætla ég bara að læra því ég þarf að skila verkefnum á mánudaginn. Ég er að læra hönnun í Iðnskólanum." Lykillinn að góðum pönnukökum? "Elsa vinkona segir að sítrónudropar eru leynitrikkið, alls ekki kardimommudropar."


Greifi flytur inn frægan "Secret" fyrirlesara

Hvað með frakkana...  Eða hárgreiðslan...

"Ég er að flytja til landsins, Jack Canfield, einn þekktasta og besta árangursþjálfara heims. Hann verður með námskeiðið "Lögmál sigurgöngunnar" í Háskáolabíói 2. febrúar. Jack er sennilega stærsta nafnið úr kvikmyndinni "Leyndarmálið" sem margir íslendingar hafa séð. Fyrir alla sem vilja bæta árangur og auka lífsfyllingu þá er þetta tækifærið. Þú getur lesið meira um viðburðinn á "newvision.is" segir Kristján Haraldsson eða réttara sagt Viddi í Greifunum. 


Nammiát og sjónvarpsgláp hjá Sigurlaugu sjónvarpsþulu

 

Sigurlaug með nýja kærastanum

Sigurlaug Jónsdóttir þula ætlar að borða nammi og horfa á RÚV, nema hvað.

"Helgin hjá mér verður kósý," svarar Sigurlaug Jónsdóttir sjónvarpsþula og heldur áfram: "Ég ætla í ræktina, borða góðan mat og nammi. Taka til eftir mikla vinnutörn og kveikja á kertum og horfa á góða kvöld dagskrá á Rúv. Fara út að leika í snjónum með strákunum mínum og vonandi hitta vinkonurnar. Draumahelgin mín er skíðaferð á Ítalíu með fjölskyldu og vinum. Skíða á daginn, borða góðan mat og heitir pottar og annað snyrtistofu dekur á kvöldin."


Ánægð ef einhver gleðst, segir Mæja listmálari

Mæja málari verður með sýningu 9. febrúar á Sólon

"Ég er á haus að vinna fyrir sýninguna mína á Sólon 9. febrúar," svarar Mæja listmálari og segir: "Þar verða stórar akrylmyndir því þetta er nýtt upphaf. Nýtt ár og margt búið að breytast hjá mér." Málar þú ennþá álfa? "Já, ég mála álfa eða meira svona ævintýrapersónur. Það eru brjálaðir litir í gangi og alls konar föt og froskar og hænur og kisur og töfrasprotar. Skemmtileg ævintýri."

Skærir litir lýsa upp skammdegið ekki satt? "Já fallegir litir er nákvæmlega það sem allir þurfa. Miklir litir og grænir hólar á hverju einustu mynd. Engin árstíð. Alltaf heitt og bjart. Ef einhver horfir á mynd eftir mig og brosir þá er ég rosalega ánægð."


Þarf ekki lengur að mæta í ræktina, segir Friðrik Ómar

styrktar1 

"Við byrjuðum síðustu helgi á Broadway með George Michael sýninguna og það er tóm gleði. Framundan eru tíu sýningar,"svarar Friðrik Ómar söngvari. Færðu ekki leið á að syngja alltaf sömu lögin? "Nei maður fær aldrei leið á því að syngja góð lög. Svo er líka svo skemmtilegt fólk sem kemur á sýninguna. Það kemur til að skemmta sér." Einhver vandræði sem þú mátt segja mér frá? "Nei, voðalega lítill vandræðagangur. Þetta hefur gengið snuðrulaust fyrir sig. Við Jógvan bökkum hvorn annan upp ef eitthvað kemur upp á og það er kosturinn við að vera tveir. Þetta er mikil keyrsla. Maður þarf ekki að mæta í ræktina þegar maður er hluti af svona sýningu."


Geðveikt megadæmi framunda, segir Brynjar Már

BMV - PHOTO

"Ég er að undirbúa Hlustendaverðlaun FM 957 sem verða haldin í Háskólabíó 8. mars. Það byrjar allt með rauða dreglinum upp úr hálfníu en þetta verður non stop verðlaunaafhending. Þarna verða fullt af hljómsveitum. Það besta frá íslensku tónlistarmenningunni frá árinu 2007 þar sem við heiðrum meðal annars tónlistarmenn fyrir árið. Þarna veljum við söngkonu ársins, söngvara ársins, hljómsveit ársins, nýliða, plötu og þar fram eftir götunum. Þetta verður alveg ógeðslega flott. Alveg geðveikt. Klárlega flottasta giggið á árinu, megadæmi," segir Brynjar Már tónlistarstjóri FM 957.


Bergþór Pálsson orðinn afi

Bragi ásamt föður sínum, Bergþóri

Bragi sonur Bergþórs eignaðist nýverið stúlku sem heitir Marsibil.

"Það gengur rosalega vel. Hún er rétt rúmlega mánaðargömul núna. Hún heitir Marsibil í höfuðið á langömmu sinni í móðurætt," svarar Bragi Bergþórsson söngvari og sonur Bergþórs Pálssonar aðspurður um nýfædda dóttur hans og Júlíu Mogensen. "Það ríkir mikill heimilisfriður. Ég bjóst við að breytingarnar yrðu miklar en í raun hefur lítið breyst nema yndislega lítil manneskja er komin inn á heimilið," segir Bragi sem æfir um þessar mundir La Traviata í Óperunni sem verður frumsýnd 8. febrúar næstkomandi.


Fyrrverandi Idolstjarna vinnur á leikskóla

Anna Katrín á sviði með Jóni

 "Ég útskrifaðist úr Menntaskólanum í Hamrahlíð síðasta vor og hef ekki enn ákveðið hvað ég ætla að gera," svarar Anna Katrín Guðbrandsdóttir sem margir muna eftir úr Idol stjörnuleit þegar Kalli Bjarrni sigraði. "Ég er að vinna á leikskólanum Mánabrekku á Seltjarnarnesi sem er frábær vinnustaður. Það gengur rosalega vel. Þetta er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið. Ég er að vinna með tveggja og hálfs til þriggja og hálfs árs börnum." Syngur þú fyrir börnin? "Já við gerum mikið af því að syngja saman. Nei, ég syng ekkert úr Idolinu heldur bara þessi gömlu góðu íslensku leikskólalög."


Íslenskar stelpur sem líkjast Pamelu Anderson

Pamela í uppáhaldsstellingunni sinni

"Tommy kemur fram í BURN partýi næsta föstudagskvöld á Nasa. Og fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða," segir Margeir Ingólfsson hjá viðburðafyrirtækinu Jóni Jónssyni. "Kvöldið mun hefjast hefjast á VIP partýi og er takmarkað magn miða í það partý komið í umferð."

"Mikil eftirspurn er eftir þeim miðum því það er aldrei að vita nema goðið láti einnig sjá sig þar og hver vill ekki djamma með Tommy Lee? Þar verða glæsilegar dömur sem bjóða upp á Burn kokteila og eiga þær það allar sameiginlegt að líkjast Pamelu Anderson."


Leiðtoginn með á ný

Adolf Ingi

Adolf Ingi er staddur í Þrándheimi með strákunum okkar.

"Það gengur æðislega vel hjá okkur. Maður er ekki búnn að lenda í miklum ævintýrum svo sem. Við vinnum og sofum og erum mjög rólegir. Förum ekkert út á lífið," segir Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður. "Það hefur verið rosalega fín stemning hjá stuðningsmönnunum. Það var svolítið dauf stemning eftir tapið gegn Frökkum en það var létt yfir mönnum á æfingu í dag því Ólafur æfði með þeim og það eru góðar vonir um að hann verði með á morgun gegn heimsmeisturunum. Það náttúrulega léttir lundina hjá strákunum okkar að fá leiðtogann til baka."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Sviðsljóss klúbbur

Skráðu þig í Sviðsljóss klúbbinn og fáðu nýtt efni, funheit tilboð og margt fleira í pósthólfið þitt.