Sviðsljós

Allar helgar eru pabbahelgar, segir silfraði Egill

Egill er krúttlegur pabbi

"Ég vinn allar helgar fyrir þáttinn," svarar Egill Helgason krúttlegasti sjónvarpsmaður landsins. "Allar helgar eru pabbahelgar hjá mér. Ég er fjölskyldumaður. Við förum út í snjóinn í snjókast og förum ábyggilega út á ísinn á tjörninni um helgina. Svo erum við bara að kjafta saman."


Leikur pabba um helgina

bjarnihellisbúi

Bjarni Haukur í góðum félagsskap

"Nú er ég að setja saman barnaeldhús," svarar Bjarni Haukur leikstjórakyntröllið í Vesturbænum og heldur áfram:"Því sonur minn, Haukur 4 ára, á svo margar vinkonur, svo hann geti fengið þær í heimsókn." Hvað ætlið þið feðgarnir að gera um helgina? "Ef hordæmið fer að minnka þá erum við að fara á Gott kvöld í Þjóðleikhúsinu og svo á Lára, ein vinkona, hans á afmæli á morgun. Ég fer með og verð með hinum mömmunum til að fá updeit á nýju uppskriftirnar."


Toppar Stellu í Orlofi

ragga rúsina og vinkona hennar

Hvað er að gera um helgina? "Árlegu góðgerðartónleikarnir sem eru á morgun í Háskólabíó þar sem rjómi listamanna á Íslandi gefa vinnu sína og það er setið um hvern einasta miða. Svo er myndin Brúðguminn nýkominn í sýningu. Þetta er sú gamanmynd sem enginn Íslendingur má láta fram hjá sér fara. Sýningin er bilaðslega góð. Hver einasti leikari í myndinni sýnir frábæra hæfileika og hún er fyndin og dramatísk í leiðinni. Það hefur engin mynd komist nálægt Stellu í Orlofi í húmor en þessi geri það," segir Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir verkefnisstjóri hjá Concert og Senu.


Klikkuð helgi framundan hjá Kolfinnu Baldvinsdóttur

Kolfinna er bara beib!

"Stundum raðast hlutirnir upp í lífi manns svo einkennilega vel að það er varla hægt að kalla tilviljanir, skildi þetta allt vera fyrirfram ákveðið?" spyr Kolfinna Baldvinsdóttir á léttu nótunum og segir: "Á föstudagseftirmiðdeginum tökum við upp fyrsta þáttinn af "Mér finnst" sem á eftir að umturna öllu hér á landi, að ég held. Konur að tala hispurslaust um allt á milli himins og jarðar, geturðu ímyndað þér? Allar þessar flottu konur koma í kokteil til okkar klukkan fimm í dag og eftir örlítið hvítvín með þeim vill svo einkennilega til að mér hefur verið boðið í "kvenna" partí um kvöldið og líka laugardagskvöld. Sannkölluð "kvenna" helgi. Ætli afleiðingarnar verði ekki þær að ég fari á fullu að leita mér að "karla" félagsskap, en ég spyr mig þó, hvernig stendur á öllum þessum "kvenna" partíium? Nenna konur ekki að skemmta sér með hinu kyninu? Hélt satt best að segja að það væri mesta fúttið. Verð þó að viðurkenna að konur geta orðið alveg galnar í svona partíum, myndast einhver ótrúleg dynamík sem tryllir mann og annan."


Syngur án Birgittu

Magni og Birgitta saman á útgáfutónleikunum hennar

"Ég er hálfur maður án prinsessunnar af því hún er á Ítalíu," svarar Magni aðspurður um lagið "Núna veit ég" eftir Hafdísi Huld sem hann ætti undir venjulegum kringumstæðum að syngja ásamt Birgittu Haukdal í Laugardagslögum um helgina. "Það gleymdist að segja okkur að það væri undanúrslitakeppni. Ég ætla að reyna að vera sætur og bara reyna að gera þetta einhvernveginn einn. Ef ég kemst áfram þá verður Birgitta með mér í úrslitunum og það skal tekið skýrt fram. En ég verð með frábærar bakraddir með mér, landsliðið í röddurum þannig að ég fæ hjálp. Svo reyni ég að gera þetta almennilega. Það kom til tals að annar myndi syngja lagið með mér en það yrði allls ekki fair."


Leitin stendur enn yfir

Gulli er svaka sætur og hress

Ertu búinn að finna pör í þáttinn þinn? "Nei en það verður gert um helgina, í síðasta lagi á mánudaginn," svarar Gulli Helga stuðbolti sem stýrir þættinum Hæðin sem sýndur verður á Stöð 2 í mars. Hvernig fara þessi próf fram? "Fólk verður látið hlaupa, kasta bolta í körfu. Nei, nei, það er verið að "casta" í bíómynd, það er ekkert flóknara en það. Saga film er með einhverja formúlu." Þarf parið að þora að koma nakið fram? "Nei það þarf ekki að þora að koma nakið fram því þegar það kemur nakið fram þá veit það ekki af því," svarar Gulli og hlær og bætir við: "Ég er að fíflast í þér. Það eru myndavélar á stöðum sem þau hafa ekki hugmynd um. Nei svona í alvöru þá þarf fólk ekki að koma nakið fram."


Drengurinn dafnar vel, segir Eyþór Arnalds

Eyþór eignaðist sitt þriðja barn í desember

Eyþór eignaðist dreng í desember.


"Það gengur bara rosalega vel," svarar Eyþór Arnalds aðspurður um litla drenginn hans sem kom í heiminn 26. desember síðastliðinni. "Hann dafnar vel og þyngist og er bara flottur." Er hann líkur þér? "Sko, Una segir hann vera líkari mér en ég held hann hafi nú ýmislegt frá henni." Og tekur þú virkan þátt í uppeldinu? "Já ég reyni að gera eitthvað gagn en er kannski ekki alveg nógu mikið heima en ég reyni að gera eins mikið og ég get. Ég vona að hann verði jafn sætur og mamma hans."

Sófaspjall

Klikkaðu á myndina og sjáðu viðtal við Unu konu Eyþórs.


Edda kennir forstjórum réttu handtökin

Edda er bjútí

"Ég bý um þessar mundir í Ameríku þar sem ég er að skrifa meistararitgerðina mína en hún fjallar einmitt um húmor í stjórnun og ég er að rannsaka hvort húmor hjálpi ekki forstjórum í háum stöðum," svarar Edda Björgvinsdóttir leikkona með meiru. "Ég verð hér heima í átta vikur til að halda námskeið og fyrirlestra svo ég geti fjármagnað ritgerðarsmíðina. Vinsælustu námskeiðin kallast: jákvæðni, húmor og hlýlegt viðmót. Það er lýsingin á mér og svo er ég að þjálfa fólk í að halda ræður og flytja mál sitt og jafnvel slá í gegn. Allavegana að halda ræðu án þess að það líði yfir það. Þetta er það sem ég er að gera núna og svo fer ég út og held áfram með ritgerðina mína."


Fjölnir stendur í stórræðum í Galtalæk

Fjölnir ásamt foreldrum sínum

Fjölnir ásamt foreldrum sínum.

"Nýja árið leggst mjög vel í mig. Ég er bara á fullu í tamningum. Þetta er árið mitt og þitt! Það þýðir ekkert annað en vera brattur," svarar Fjölnir Þorgeirsson kyntröll með meiru. "Ég er ennþá að reka tamningastöð á Ingólfshvoli og er að þjálfa 24 hesta, sem er hlutastarf, og svo rek ég fréttamiðilinn hestafrettir.is ásamt því er verið að teikna fyrir mig sumarbústaði í Galtalæk en ég á 22 lóðir þar. Þú getur séð meira um það á galtalækur.is. Hvert sem þú lítur - norður, austur, suður eða vestur þar birtist málverk alls staðar í kring frá náttúrunnar hendi. Þetta er æðislegur staður. En nú er landsmót framundan og mikið að gerast í hestamennskunni. Þannig að ég þarf að vera skipulagður."


Umboðsmaður Daft Punk mættur á klakann

daft punk Forsetinn

"Aðalgaurinn Busy P þeytir skífum á Organ í kvöld ásamt mér og Steed Lord," svarar President Bongo kampakátur í garðskálanum í Skerjafirðinum aðspurður hvað hann ætli að gera um helgina og bætir við að umtalaður plötusnúður, Busy P, sé einna þekktastur fyrir að eiga plötufyrirtækið Ed Banger sem gefur út nýjasta afbrigði af elektró tónlist og umboðsmaður Justice og Daft Punk. Sagt er að Ed Banger kvöldin séu heimsfræg fyrir hressleika og stuð enda ávallt með puttann á púlsi danstónlistarinnar. "Það verður geðveik stemning. Ég lofa því," bætir forsetinn við skælbrosandi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Sviðsljóss klúbbur

Skráðu þig í Sviðsljóss klúbbinn og fáðu nýtt efni, funheit tilboð og margt fleira í pósthólfið þitt.