Sviðsljós

Unnur Birna Idol-dómari

Unnur Birna er dýravinur

Mikil fjölgun hunda hefur orðið á Íslandi undanfarin ár og hundaeigendur vinsæll markhópur. Unnur Birna dæmir í fyrstu hunda-idolkeppnin sem haldin er hérlendis.

"Ég mæti á morgun í BogL og dæmi þar sem ég er hundamanneskja en það eru þrír hundar á mínu heimili. Hundarnir sem eru á heimilinu eru svartur Labrador sem heitir Skuggi, þrílit (svört, brún og hvít) Cavalier King tík sem heitir Dimma og svo er Siberian Husky tík sem heitir Ynja. Ég ólst upp með hunda á heimilinu og þekki því ekkert annað. Gæti ekki hugsað mér að vera án þeirra. Þeir eru partur af fjölskyldunni og vinir í raun. Ég veit ekki eftir hverju verður dæmt í keppninni en þetta er allt í gamni gert held ég," segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sem dæmir ásamt Páli Óskari og Brynju Tomer hundaræktanda í fyrsta hunda-idolinu á Íslandi á vegum BogL á morgun, laugardag, klukkan 13:00 að Grjóthálsi 1.   Kynnir verður Árni Pétur Guðjónsson leikari.

Árni Pétur leikari kynnir hunda-idolið


Klikkuð hugmynd að fá Tommy Lee til Íslands!

Tommy upp á sitt besta 

Hvernig í ósköpunum datt þér í hug að fá Tommy Lee í Burnpartý? Hringdir þú í Pamelu? ... Hlær að spurningunni og segir: "Þetta er ein af þessum klikkuðu hugmyndum sem maður fær stundum og sem betur fer lætur maður ekki allar verða að veruleika en við erum náttúrulega stöðugt að fiska eftir spennandi atriðum," svarar Margeir Ingólfsson sem starfar hjá viðburðafyrirtækinu Jóni Jónssyni sem er í eigu Jóns Atla og Stephan Stephensen.

Margeir ásamt Jóni Atla annar eigandi Jón Jónsson

 "Tommy og Aero voru að spila á sama klúbbi og ég í Stokkhólmi fyrir um hálfu ári og þar fékk ég hugmyndina. Vissi ekki að þeir kæmu fram sem plötusnúðatvíeyki fyrr en þá. Tommy spilar á trommur og fer hamförum á effektum á meðan Aero snýr plötum. Svo stjórna þeir líka sjónrænum hlutum eða því sem er varpað fyrir aftan þá á stórt tjald. Þannig er setupið hjá þeim. Þetta verður brjálað klúbbakvöld á Nasa 20. janúar. Midasalan hefst í dag á midi.is," segir Margeir.


Bubbi heldur áfram að ögra sjálfum sér

Bubbi byrjar árið með Stórsveit Reykjavíkur

Ertu að toppa sjálfan þig? "Nei, nei, nei alls ekki. Fyrst og fremst er ég bara að ögra sjálfum mér. Ég er að gera eitthvað sem stendur mér kannski ekki næst að gera en ég hef alltaf reynt að staðna ekki,heldur fara leiðir sem liggja ekki alveg beint við. Að klæða sig í smóking og syngja með stórsveit er ekki alveg það sem fólk sér fyrir sér með Bubba Morthens. Þessir spilarar eru algjörlega unik og það er kannski eitt af mínum gæfusporum; allt þetta flotta fólk sem ég hef fengið að vinna með. Þetta band er gjörsamlega truflað," segir Bubbi Morthens sem heldur stórtónleika með Stórsveit Reykjavíkur í Laugardalshöllinni 4. og 5. janúar. Sjá midi.is.


Ég slapp vel frá Skaupinu í ár, segir Björn Ingi

 Björn Ingi Hrafnsson

Hvernig skemmtir þú þér yfir Skaupinu? "Bara vel. Mér fannst bæði ég og aðrir stjórnmálamenn sleppa ákaflega vel í ár og hafði mjög gaman af mörgum bröndurum. Ég horfði á Skaupið með eldra fólki sem var reynda alveg "lost" yfir Lost brandaranum," svarar Björn Ingi Hrafnsson hlæjandi og bætir við að Höskuldur Sæmundsson leikari hafi staðið sig það vel að strákarnir hans þekkja þá ekki í sundur."

Áramótaheit? "Ég ætla að reyna að vera meira heima hjá mér og vona satt að segja að næsta ár verði ekki jafnt stormasamt og árið 2007."


Leitin að pörum hefst á morgun, segir Gulli Helga

Gulli með ástinni sinni Ágústu Valsdóttur

"Taktu alla vinsælustu innréttinga- og smíðaþætti sem þú hefur séð og settu þá í kokkteilhristarann þá færðu útkomuna," svarar Gunnlaugur Helgason eldhress og bætir við: "Þetta virkar þannig að þú flytur inn í hús og ert að hamra á meðan þú býrð þar í 7 vikur samfleytt í fullri vinnu."

Verður þetta raunveruleikaþáttur? "Já jú. Eiginlega "do it yourself þáttur". Pörin flytja inn í húsin og hanna þau í einingum. Byrja á því að velja innréttingar o.s.frv. og það er síðan eitt par sem stendur uppi sem sigurvegari og fær glæsileg verðlaun," segir Gulli sem byrjar að leita að þátttakendum á morgun. Þættirnir, sem eru 8 talsins, verða sýndir á Stöð 2 í mars.


Tók SECRET á Skaupið

Geir Ólafsson þykir vænt um þjóðina

"Ég hafði mjög gaman af þessu Skaupi," svarar Geir Ólafsson og segir: "Það er greinilegt að þjóðinni er ansi annt um mig og ég met það mikils því mér er annt um þjóðina." Notar þú Secret spekina? "Já, ég tók Secret á þetta og hugsaði að ég væri að fara í Skaupið í ár," svarar söngvarinn kampakátur.

"Ég er um þessar mundir að kynna plötuna mína "Þetta er lifið" áfram því þetta er plata sem á að lifa lengi og hún þarf öðruvísi markaðssetningu sökum tónlistarstefnu minnar."


Byrjaðu hægt, mjög hægt! segir Smári Fit Pilates kennari

Smári gefur góð ráð

"Prófaðu að setja þér lítil og stutt viku markmið. Ræktaðu líkamann tvisvar sinnum í viku í leikfimi eða í líkamsræktinni. Farðu í einn göngutúr eða til dæmis í stórmarkaðinn og heim aftur."

"Farðu einu sinni í sund og syntu eins margar ferðir og hentar þér. Teygðu rólega í sófanum eða á stofugólfinu. Byrjaðu hægt og rólega, það liggur ekkert á," segir Smári Jósafatsson líkamsræktarfrömuður og eigandi Fitpilates.is.

"Síðan skaltu gera örlítið betur í næstu viku. Borða vel fyrri hluta dags og minna eftir því sem líður á daginn. Vertu jákvæð og láttu þér líða vel frá byrjun. Svo er um að gera að brosa og hafa gaman af því sem þú ert að gera, þá heldur þú áfram."


Skotheld leið til árangurs, segir Ágústa í Hreyfingu

Ágústa opnar nýja heilsuræktarstöð 7. janúar

"Tíu þrautreynd ráð sem virka," segir Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar. "Ef þú vilt bæta líf þitt og heilsu og ná varanlegum tökum á aukakílóunum skaltu geyma þessi ráð og hafa þau á stað sem þú rekur augun í þau daglega. Þetta eru þrautreyndu ráðin sem eru skotheld leið til árangurs. Engar blekkingar og illvirkar skyndilausnir. Aðeins ráð sem hafa dugað ár eftir ár og skilað fjölda fólks öruggum árangri."

1. Lítil markmið virka best. Ef þú vilt ná varanlegum árangri þá skaltu setja þér lítil, viðráðanleg og raunhæf markmið og þú skalt hafa þau skrifleg. Það er mun líklegra að þú náir markmiðum þínum sjáir þú fyrir endann á þeim. Góður árangur gefur þér aukið sjálfstraust og löngun til að setja þér ný markmið. Þannig kemstu smám saman á leiðarenda.

2. Hreyfðu þig!  Gerðu styrktaræfingar og þolæfingar. Vöðvar brenna hitaeiningum og eftir því sem vöðvamassinn er þéttari þeim mun meiri verður grunnbrennsla líkamans. Þolþjálfun styrkir hjarta og æðakerfi og brennir fitu. Leyfðu hjartanu að fá að taka sprett og hamast reglulega. Þú gerir það með því að ganga, skokka, hlaupa, hjóla, æfa þolfimi eða aðra tegund þjálfunar sem fær hjartað til að slá hraðar í a.m.k. 15 mín. samfleytt.

3. Borðaðu oftar  og minna í einu.   Borðaðu fimm til sex hollar litlar máltíðir á dag – ekki borða þrjár stórar – hvað þá eina risastóra! Notaðu minni disk og fáðu þér aðeins einu sinni á diskinn. Ein helsta ástæða offituvanda nútímaþjóðfélagsins er skammtastærð matarins. Minnkaðu skammtinn og láttu einn nægja!

4. Finndu  það æfingakerfi sem hentar þér og haltu  þig við það! Það er engin ein aðferð til sem hentar öllum. Finndu eigin leið til árangurs, en haltu þig við efnið. Stundaðu æfingarnar reglulega.

 5.  Líkamsrækt er ekki skyndihjálp!  Hugsaðu um að koma heilsurækt varanlega inn í  þinn lífsstíl.  Veldu leiðir sem virka til langframa fyrir þig, t.d.  tíma dags. og tegund þjálfunar

6. Þú máttt láta það eftir þér.....stöku sinnum. Vendu þig á hollar neysluvenjur. Neyttu fjölbreyttrar fæðu, sem er rík af trefjum, ávöxtum og grænmeti en sneyddu sem mest hjá harðri og hertri fitu og sætindum. En komi yfir þig óstjórnleg löngun í það óholla, fáðu þér þá lítið smakk og njóttu þess lengi! Haltu síðan áfram þínu striki með holla mataræðinu og góðu venjunum.

7. Matar- og þjálfunardagbók til árangurs. Útbúðu eigin tímatöflu fyrir æfingarnar og skráðu hana í dagbókina rétt eins og önnur mikilvæg stefnumót í lífinu. Láttu æfingarnar ganga fyrir öðru. Þetta er þinn tími.  Þú skalt líka halda matardagbók því þannig lærir þú smám saman hvaða neyslumynstur virkar best fyrir þig til að þú náir markmiðum þínum.

 8.   Gerðu breytingarnar smám saman. Ef farið er of geyst í að breyta mataræðinu er ekki líklegt að breytingarnar verði varanlegar.  Taktu eitt skref í einu og hugsaðu um að breytingin sé ekki tímabundin heldur til frambúðar.

9. Hugsaðu jákvætt.  Ekki missa móðinn þótt á móti blási öðru hverju. Þótt ekki gangi allt upp á hverjum degi eins og til var ætlast skaltu ávallt horfa fram á veginn og einblína á það jákvæða, t.d. það sem þú getur gert betur á morgun.

10.  Farðu eftir þessum ráðum og árangurinn lætur ekki á sér standa.

Hreyfing.is


Burt með óhollustuna, segir Linda í HRESS

Linda í HRESS gefur góð ráð

1. Skella sér út undir bert loft, draga djúpt að sér andann og þakka fyrir að hafa heilsu í að taka sig á.

2. Finna sér hreyfingu við hæfi eftir aldri og fyrri störfum.

3. Muna eftir HRESS sem bíður uppá hreyfingu fyrir alla aldurshópa.

4. Hreyfa sig minnst þrisvar í viku í 30. minútur eða meira í senn.

5. Með mataræðið er best að byrja á að henda einhverju af óhollustunni út af matseðlinum strax 2. janúar.

6. Eftir nokkrar góðar æfingar er fínt að fara að taka mataræðið en fastari tökum.

7. Laða fram barnið í sjálfum sér og fara út að leika sér á snjóþotu, línuskautum, skíðum eða sippa.

8.Vera alltaf svakalega HRESS og kátur.

9. Verðlauna sjálfan sig reglulega fyrir allt púlið og holla mataræðið.

10. Leggast undir feld og hugsa sig vel um hvernig þú ætlar að forgangsraða heilsunni hvern dag.

Heimasíða HRESS.is


Rétta augnablikið er núna, segir Dísa í World Class

Tíu góð ráð frá Dísu

1. Mættu í ræktina sama hvað er - þér líður betur á eftir.

2. Ef þú hefur lítinn tíma allt í lagi - taktu bara extra vel á því.

3. Byrjaðu daginn á því að drekka 2 vatnsglös og drekktu 2 lítra yfir daginn.

4. Borðaðu hollt og létt yfir daginn - þá eru meiri líkur á því að þú borðir hollt á kvöldin.

5. Talaðu jákvætt og hvetjandi við sjálfa/n þig.

6. Farðu að sofa fyrir klukkan 23:00 tvö kvöld í viku.

7. Verslaðu hollan mat inn á heimilið, það er gott fyrir alla fjölskyldumeðlimina.

8. Hlustaðu á tónlist sem þér finnst skemmtileg.Tónlist virkar hvetjandi og veitir uppörvun.

9. Ef þú kemst ekki út úr húsi, dansaðu þá heima og teygðu á þér.

10. Rétta augnablikið er núna -  nýttu það. Þú þarft ekki að bíða eftir því.

WorldClass.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Sviðsljóss klúbbur

Skráðu þig í Sviðsljóss klúbbinn og fáðu nýtt efni, funheit tilboð og margt fleira í pósthólfið þitt.