Föstudagur, 11.1.2008
"Í Serbíu ætlum við að gera okkar besta sem ég veit að ég og stelpurnar getum gert. Ég veit að við getum glatt áhorfendur í Evrópu en ég vil bara snerta fólk með tónlistinni. Hópurinn hefur verið að hittast og leggja drög að endanlegu útgáfunni eins og dansinum og sviðsframkomunni. Við viljum ekki breyta miklu heldur bæta okkur örlítið. Mér finnst ég geta gert þetta allt: sungið, dansað og performað. Ég er ekki hræddur við að syngja fyrir framan fjöldann en ég vil bara standa mig vel." segir Haffi Haff sem syngur The Wiggle Wiggle Song eftir Svölu Björgvinsdóttur í úrslitunum í Laugardagslögum.
Breytt s.d. kl. 11:36 | Facebook
Fimmtudagur, 10.1.2008
Hver er fyrirmyndin þín í hlutverki ritstjóra Pressunnar í samnefndum spennuþætti? "Ég veit að Óskar vildi blanda Mikael Torfasyni og Páli Baldvini saman í ritstjórann. Ég held að það hafi verið pælingin," svarar Kjartan Guðjónsson leikari sem fer á kostum í Pressunni sem sýnd er á Stöð2. "Ég veit hver Páll Baldvin er en hef aldrei hitt Mikael Torfason. Sigurjón Kjartans sagði að ætti að vera með lappirnar uppá borði eins og ritstjórar gera. Það var mjög gaman í tökunum. Þorsteinn Backmann og ég áttum mjög erfitt með okkur fyrstu dagana því við höfðum ekki leikið samam í 10 ár og vorum alltaf að djóka og losa um á milli þess sem tökur fóru fram með bröndurum þannig að Óskar var farinn að áminna okkur tvo því við áttum að vera alvarlegir."
Breytt s.d. kl. 22:44 | Facebook
Fimmtudagur, 10.1.2008
Hverja telur þú vera bestu og varanlegustu leiðina til að grenna sig? "Flestir þeir Íslendingar sem ætla að skera af sér ætla sér að gera það helst á einni viku. Ákvörðun er tekin að fara á megrúnarkúr sem inniheldur 800 kaloríur og fólk brennir meiri vöðvum en fitu. Hvíldarbrennslan hrynur niður og fólk endar 10 kílóum þyngra en það byrjaði. Besta leiðin til þess að létta sig varanlega er í gegnum lóðin og mataræðið. Lyftu lóðum, bættu á þig vöðvum og hækkaðu hvíldarbrennsluna í stað þess að lækka hana. Ef þú lyftir lóðum þrisvar í viku, tekur brennslu þrisvar í viku, ásamt fjölbreyttu góðu mataræði þá kemstu loksins í formið sem þig hefur alltaf langað að vera í," svarar kyntröllið og væntanlegur Eurovisionfari Egill Einarsson betur þekktur sem Gillzenegger.
Miðvikudagur, 9.1.2008
Ertu með plan B til aðkomast áfram í úrslit Eurovision? "Nei það er ekki hægt að gera einhver plön í þessu. Þjóðin ræður, ég ræð engu. Ég veit þó að Dr. Spock mun standa sig æðislega svo ég kvíði engu," svarar eðalnáunginn og lagahöfundurinn Dr. Gunni.
Hvað tákna gúmmíhanskarnir hjá Dr. Spock? "Hina eilífa æsku rokksins. Eða kannski ekki. Málið með hanskana er að Finni söngvari var víst í samkvæmi fyrir einhverja tónleika með bandinu og mætti vel við skál og hafði sett á sig gulan hanska á leiðinni. Hinir strákarnir gripu þetta á lofti, enda er hanskinn einfalt en eftirminnilegt rokktrix. Síðan hefur hönskunum fjölgað og eru orðnir órjúfanlegur hluti af ímynd bandsins. Það var gulur hanski á fyrstu plötunni og bleikur á þeirri næstu. Nú eru strákarnir að vinna nýja plötu svo það hlýtur að koma grænn hanski næst."
Á heimasíðu Dr. Gunna http://this.is/drgunni/ skrifar hann eftirfarandi:
Þrautarganga mín í forvali Eurovision, aka Laugardagslögunum, hefur verið framlengd því Dr. Spock með Hvar ertu nú? keppir á móti Fabúlu og Hafdísi Huld næsta laugardag í sérstökum aukaþætti. Aðeins eitt af þessum þremur lögum fer áfram og bætist í haug laganna sem þá verða orðin 12. Það er því bráðnauðsynlegt að hringja og hringja, enda fátt meira upplagt en að eyða hundrað köllunum sínum í svona. (Hér má hlusta á snilldina og hér má sjá hana.)
Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook
Miðvikudagur, 9.1.2008
Selma er hrifin af kjólum Birtu í Júníform því hún saumar flotta og þægilega kjóla.
Æðislegir kjólar sem þú klæðist í Laugardagslögum! "Já ég hef droppað inn til Birtu Björnsdóttur í versluninni Júníform á föstudögum eða laugadögum til að finna mér kjól því kjólarnir hennar eru ofboðslega þægilegir og líka glamúrus fyrir sjónvarp. Þegar ég fer til hennar þarf ég ekki mikinn tíma til að leita mér að fatnaði eða raða saman fötum því ég hef ekki mikinn tíma til að pæla í þessu. Og ég er alltaf sátt við þá. Ég fer eiginlega alltaf til hennar. Meira að segja þegar ég gifti mig," svarar Selma Björnsdóttir söngkona og dómari í Laugardagslögum í Sjónvarpinu og bætir við: "Svo versla ég líka í KVK á Laugarveginum sem er íslensk hönnun sem hannar þægileg kvenmannsföt fyrir konur með línur."
Breytt s.d. kl. 17:07 | Facebook
Þriðjudagur, 8.1.2008
"Ég er með sjö mismunandi námskeið sem ég býð uppá í vor en kjölfestan í dagskránni hjá mér er námskeiðið "Þú ert það sem þú hugsar" sem ég byrjaði með haust 2006 og gaf út samnefnda bók," svarar Guðjón Bergmann fyrirlesari, rithöfundur og jógakennari. "Ég tala um hverju við getum stjórnað og hverju ekki þegar kemur að hugsunum okkar. Segjum svo að þú kýst að vera jákvæðari en veist ekki hvað skal gera. Ég tala til dæmis um muninn á slökun og leti og legg áherslu á ákveðnar hugarfarsbreytingar, meira sjálfstraust og minni streitu. Ég prófaði að búa til streitulaust líf og það varð hundleiðinlegt. Það var ekkert spennandi."
Heimasíða Guðjóns gbergmann.is
Þriðjudagur, 8.1.2008
Strangar æfingar fyrir Ólympíuleikana í Peking í sumar? "Já ég verð að keppa og æfa stíft til 1. maí og þá kemur í ljós hverjir komast á Ólympíuleikana. Frá maíbyrjun legg ég svo meiri áherslu á að byggja upp þol, snerpu og kraft og síðan létti ég mig svo ég geti toppað á réttum tíma en þá verð ég bæði sterk, með gott þol og í góðu jafnvægi. Þetta eru þrír mánuðir þar sem ég er mikið að lyfta og hlaupa og hjóla," segir Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona. "Og síðan mánuði fyrir leika þarf ég að spila meira badminton og létta mig eftir að ég verð helmössuð eftir lyftingarnar. "
Skiptir mataræðið máli? "Já ég hef farið til næringafræðings og passa uppp á það og tek vítamín, bætiefni og prótein."
Ragna var valin í badmintonlandsliðið á EM í Hollandi
Mánudagur, 7.1.2008
Arndís Hrönn Egilsdóttir leikkona er sannfærandi í hlutverki Stínu blaðakonu í sakamálaþættinum Pressu sem sýndur er á Stöð2. Hringdi í leikkonuna og spurði hvernig hún undirbjó sig fyrir hlutverkið: "Ég fékk línur um það að hún ætti að vera ópjöttuð og bara töffari og nó búllshit manneskja. Hún er ekkert mikið að velta sér upp úr útlitinu og er straight forward. "
"Ég leitaði í svoleiðis týpur og notaði líka eitthvað frá sjálfri mér þó ég sé ekki mikið hörkutól eða svona fúl. Óskar var með ákveðna týpu í huga sem er aðeins lifuð og smá reykingalykt í röddinni hennar," segir Arndís og bætir við að hún hafi unnið með frábærum leikurum. "Það var mjög góð stemming í hópnum og mikill fókus."
Arndís leikur um þessar mundir í söngleiknum Hér og nú í Borgarleikhúsinu.
Breytt s.d. kl. 18:25 | Facebook
Laugardagur, 5.1.2008
Byrjaður að undirbúa þig fyrir Serbíu? "Já sko minn undirbúningur felst aðallega í því að æfa vöðvana. Ég þarf að vera mjög skorinn og verð að líta vel út ber að ofan," svarar Cerez 4 sem syngur ásamt fríðum hópi listilega vel lagið Ho, ho, ho we say hey, hey, hey sem keppir um að að taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í ár. "Hver og einn er í sínu horni að hlusta á lagið öðru hvoru. Maður verður að setja það í endrum og eins svo það gleymist ekki."
"Að vísu hitti ég Barða um daginn þegar hann var að fara Hvolsvöll í slökun að undirbúa sig andlega og hvíla sig fyrir lokasprettinn. Þar mun hann hlaða hressleikabatteríin og kemur síðan mjög hress í bæinn," segir Cerez 4 að lokum.
Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook
Laugardagur, 5.1.2008
"Ég er mjög spenntur á að takast á við nýjan starfsvettvang og að geta víkkað umfjöllun um Formúlu 1 til muna. Það verða margar spennandi nýjungar á Sýn, sem verið er að leggja grunn að þessa dagana", segir Gunnlaugur Rögnvaldsson sem sér framvegis um beinar útsendingar frá Formúlu 1 kappakstrinum á Sjónvarpsstöðinni SÝN.
"Ég hef gengið með ýmsar hugmyndir í maganum sem ekki hefur verið hægt að útfæra til þessa á Íslandi, en það er hugur í Sýnar-mönnum. Við munum heimsækja ökumenn, lið og mótsstaði á árinu og kynda hressilega undir byrjun tímabilsins með þáttum um undirbúning keppnisliða fyrir tímabilið. Taka púlsinn og vera á staðnum. Þá stendur til að virkja áhorfendur meira í umfjöllun um Formúlu 1 og skapa stemmningu þar að lútandi um land allt með gestum í sjónvarpssal, viðtölum út á landi og leikjum ýmis konar. Ég lýsi hér með eftir áhugasömum börnum,unglingum, konum og körlum til að taka þátt í herlegheitunum", segir Gunnlaugur.
Breytt s.d. kl. 15:02 | Facebook