Samningi um sölu Haga rift

Fundur kröfuhafa var í höfuðstöðvum Logos við Efstaleiti.
Fundur kröfuhafa var í höfuðstöðvum Logos við Efstaleiti. mbl.is/Rax

Tilkynnt var sú ákvörðun skiptastjóra þrotabús Baugs í dag á fundi með kröfuhöfum að rifta samningi um sölu Haga til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. samkvæmt heimildum mbl.is. Engum mótmælum var hreyft meðal kröfuhafanna þegar þetta var tilkynnt.

Riftunin mun ekki byggjast á því að sótt verði hærra kaupverð. Riftunin snýr að ráðstöfun kaupverðs upp í greiðslu tiltekinna skulda, nánar tiltekið við Kaupþing og Glitni, sumarið 2008. Talið er að þessi ráðstöfun hafi falið sér að kröfuhöfum var mismunað.

Hagar er móðurfélag Bónuss, Hagkaupa, 10-11, Útilífs o.fl verslana.

Hagar voru seldir úr Baugi Group til 1998 ehf. dótturfélags Gaums í júlí 2008 á 30 milljarða króna. Voru kaupin fjármögnuð með láni frá Kaupþingi og var kaupverðið nýtt til að gera upp við Kaupþing og Glitni.

Óhætt er að fullyrða að þrotabú Baugs sé eitt stærsta þrotabú sögunnar. Fulltrúi kröfuhafa sem rætt var við segir að það gæti tekið nokkur ár að gera þrotabúið upp. Til samanburðar má nefna að það hefur tekið um fimm ár að gera upp þrotabú Véla og þjónustu þar sem ágreiningur hefur verið um kröfur sem hefur þurft að leysa fyrir dómstólum.

Vísað frá að svo stöddu

Kröfum skilanefnda stóru bankanna, Kaupþings, Glitnis og Landsbankans var öllum vísað frá að svo stöddu. Ýmist þar sem kröfur þeirra voru vanreifaðar eða fylgiskjöl vantaði. Skilanefnd Landsbankans gerir kröfu í þrotabúið upp á samtals 94 milljarða en kröfum bankans var hafnað með fyrirvara. Bankinn var ekki búinn að taka saman fylgiskjöl með kröfu sinni þegar kröfulýsingarfresturinn rann út. Þá var 26 milljarða króna kröfu skilanefndar Kaupþings einnig hafnað með fyrirvara.

„Í einhverjum tilvikum snýst þetta um það að menn þurfi að sýna fram á að þeir eigi rétt á tiltekinni kröfu. Reynt er að leita sátta með það fyrsta kastið. Það er enginn hávaðaágreiningur, þetta er bara afgreitt mjög faglega,“ segir Erlendur Gíslason, annar tveggja skiptastjóra þrotabús Baugs en með honum í því verkefni er Anna Kristín Traustadóttir, löggiltur endurskoðandi.

Einnig er óvissa um verðmæti undirliggjandi veða hjá Baugi Group. „Þessi niðurstaða [frávísun með fyrirvara] helgast einnig af því að verðmæti veðanna liggur ekki fyrir. Það tekur smá tíma að finna það út,“ segir Erlendur.

Einar Þór Sverrisson, lögmaður, á leið á fund kröfuhafa í …
Einar Þór Sverrisson, lögmaður, á leið á fund kröfuhafa í Efstaleiti í dag. mbl.is/Rax
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka