Ástralskur framtíðarfræðingur spáir því nú, að dagblöð verði hætt að skipta máli eftir um áratug og raunar muni það gerast í Bandaríkjunum þegar árið 2017 og á Bretlandi og Íslandi árið 2019.
Ross Dawson spáði því í ágúst að blöð í núverandi formi muni hætta að skipta málið í Ástralíu árið 2022. Þetta vakti talsverða athygli þar í landi. Nú hefur Dawson birt kort þar sem hann spáir fyrir um þessa þróun í heimilum öllum.
Hann segist reikna með, að í nokkrum heimshlutum muni blöð áfram verða þýðingarmikil fram undir miðja öldina.