Fasteignaauglýsingar

Reglur varðandi skráningu fasteigna á fasteignavef mbl.is
Heimildir til að setja inn fasteignir hafa fasteignasölur sem uppfylla lög nr. 99/2004 um réttindi fasteignasala. Sérstaklega er vísað í 1. grein:

"Þeim einum er heimilt að hafa milligöngu um kaup, sölu eða skipti á fasteignum eða skráningarskyldum skipum fyrir aðra sem hafa til þess löggildingu dómsmálaráðherra. Sama gildir um kaup, sölu eða skipti á atvinnufyrirtækjum eða eignarhluta í þeim, hvort heldur er um að ræða fyrirtæki í eigu einstaklinga eða félaga, annarra en hlutafélaga.

Hæstaréttar- og héraðsdómslögmenn þurfa ekki löggildingu til að hafa milligöngu um kaup, sölu eða skipti á eignum í einstökum tilvikum, enda tengist það lögmannsstörfum þeirra. Ákvæði laga þessara gilda um slík störf lögmanna.

Þegar rætt er um fasteignasölu og fasteignaviðskipti í lögum þessum er einnig átt við sölu fyrirtækja, sbr. 1. mgr., og sölu skráningarskyldra skipa. Þar sem rætt er um fasteignasala í lögunum er einnig átt við þá sem hafa löggildingu ráðherra til að annast sölu fyrirtækja og skipa.

Þeim sem hafa atvinnu af byggingu fasteigna er heimilt að annast sjálfir sölu þeirra. Skjöl, sem tengjast sölunni, skulu þó unnin af fasteignasölum eða vera staðfest með sérstakri áritun þeirra. Er slík áritun á skjal skilyrði fyrir þinglýsingu þess. Sama gildir um félagasamtök sem annast byggingarframkvæmdir fyrir félagsmenn sína. Ákvæði laga þessara gilda um slík störf eftir því sem við getur átt."

Einungis má bjóða til sölu á vefnum:

  • Húsnæði til sölu
  • Atvinnuhúsnæði til sölu
  • Jarðir og lönd til sölu.

Óheimilt er að:

  • Óska eftir eignum
  • Bjóða rekstur til sölu eða leigu
  • Óska eftir eða bjóða til sölu nokkuð annað en það sem getið er hér að ofan
  • Verð fyrir þjónustuna er samkvæmt verðskrá mbl.is. Afsláttur er veittur eftir nánara samkomulagi.

Brot á reglum þessum varða brottvikningu af fasteignavef www.mbl.is án frekari viðvarana.