Bergdís Björt Guðnadóttir fæddist í Reykjavík 12. júlí 1974. Hún lést á líknardeild Landspítalans 9. maí 2021.
Þingholtin 1983 má segja að þau hafi verið ógreidd um hárið í samanburði
við það sem þau eru nú, og alltaf var nóg pláss til að leggja bílum. Í
Miðstræti þekktust allir og hverfið var einn stór, skemmtilegur leikvöllur
fyrir okkur krakkana og við vissum hvar hver köttur bjó. En fyrir mér, það
besta við Þingholtin var Bergdís. Bergdís var níu ára þegar ég kynntist
henni, lítill, fagur fimleikakisi og söngfugl sem skoppaði á eftir Ásdísi
systur sinni, björt og brosmild og hvers manns hugljúfi eins og hún var
alla tíð.
Fyrsta skipti sem við lékum okkur saman var nýfallinn þykkur snjór á fallegu vetrarkvöldi og við hlupum niður á MR-tún og gerðum snjóengla um allt tún. Við skríktum af hlátri þar sem við lágum í snjónum og horfðum upp í stjörnubjartan himininn. Gengum svo holdvotar og hálffrosnar brosandi heim. Þarna kynntist ég strax því sérstaka og oft fyndna samblandi af varkárni, æðruleysi, gleði og galsagangi sem einkenndi Bergdísi í gegnum lífið. Allt í gegnum unglingsárin lékum við okkur að því að ná hvor í aðra þegar það var nýfallinn þykkur snjór, svo við gætum verið fyrstar til að gera spor í snjóinn niður Bókhlöðustíginn. Og Bergdís bætti gjarnan nokkrum fimleikastökkum við. Við áttum okkar leynistað í Þingholtunum þar sem við eyddum ómældum tíma og ræddum lífsins stóru spurningar. Til að merkja okkur staðinn grófum við niður fjársjóð. Bergdís spurði mig nýlega hvort ég héldi að hann væri þar enn hver veit, kannski maður fari núna í fjársjóðsleit. Við ákváðum að víkka leiksvæðið út fyrir Þingholtin og fórum í sumarbúðir á Úlfljótsvatn. Nema hvað okkur fannst svo leiðinlegt að við ákváðum að strjúka. En þar fór í verra því við vissum ekki í hvaða átt Reykjavík var. Var þetta í fyrsta og eina skiptið í hartnær 40 ár sem ég varð vitni að einbeittum brotavilja og uppreisnargirni hjá Bergdísi. Þess má geta að í kjölfarið fylgdu mörg skemmtileg sumur í Vindáshlíð.
Þegar við vorum fjórtán ára átti kisan mín kettlinga. Bergdís fékk leyfi hjá foreldrum sínum til að velja sér einn. Þegar hún vissi ekki hvern hún ætti að velja spurði Guðni hana hvernig kettlingarnir litu út. Bergdís lýsti þeim og sagði: Svo er einn sem er mjög skrítinn á litinn og hann er minnstur, það vill hann örugglega enginn. Við tökum hann, sagði Guðni og glöð labbaði Bergdís yfir með kettlinginn með skrítna litnum. Júlíus varð stór og feitur á sófanum í Miðstræti 3A og lifði góðu lífi í kattasamfélagi Þingholtanna. Og ekki gleymdi hann að þakka fyrir sig og stundaði það að vekja Guðna vin sinn alltof snemma á morgnana, með klappi á kinn, til að gefa sér að éta. Ég get enn heyrt og séð Bergdísi segja mér hvað pabbi hennar sagði. Alltaf voru þau lík í sér feðginin, að mér fannst.
Bergdís var rólynd, skapgóð og seinþreytt til vandræða. En þrjósk var hún með eindæmum og ef hún vildi eitthvað varð hún heldur þögul, herpti saman varirnar og leit gjarnan framhjá manni. Sjaldan minnast vinkonur hennar þess að hafa rifist við Bergdísi nema þó einu sinni á eftirminnilegan hátt. Þóra Margrét vinkona okkar minnist þess í partíi heima hjá mér og var það um hvort kisur gætu orðið ástfangnar. Þóra hélt nú ekki en Bergdís varði rómantískt líf katta af miklu kappi. Það má vera að hún hafi séð hann Júlíus sinn verða ástfanginn í Þingholtunum.
Bergdís var mjög söngelsk og í Hagaskóla og MR tók hún þátt í leiklist og lærði um tíma söng hjá Jóhönnu Linnet, sem hún hafði mikla unun af. Hallmar Sigurðsson heitinn leikstýrði Bergdísi á Herranótt og hafði á orði að hún ætti jafn mikið erindi inn í leiklistarskólann og bróðir hennar. Bergdís íhugaði um tíma að leggja fyrir sig leiklist, hæfileikar sem fyrst sýndu sig þegar hún lék Oliver bangsa sem barn í þáttum sem pabbi hennar þýddi. En eftir langa íhugun, eins og með flest sem hún tók sér fyrir hendur, ákvað hún að fara aðra leið. Eftir margra ára farsælan starfsferil hjá Landsbankanum togaði svo sköpunargleðin aftur í hana og hún fór í keramiknám. Bergdís blómstraði í keramikinu og þar fengu hennar fjölmörgu hæfileikar að njóta sín, eins og sjá má í fallegu verkunum hennar. Veturinn sem lífið tók snaran snúning var hún í námi í Danmörku þar sem hún naut hverrar stundar með Kristjáni og Elínu Lilju, og Guðni, Júlía og Diljá og fjölskyldan komu í heimsóknir. Það var svo gaman að sjá glampann í augunum á henni og léttleikann í röddinni, í námi sem hún elskaði og umkringd þeim er hún unni mest.
Bergdís var æðrulaus, og gat líka verið mjög utan við sig. Týndi að jafnaði lyklum og öðrum fylgihlutum alla tíð. En hún brosti bara, hló að sjálfri sér og trúði alltaf á það besta í lífinu og í fólki. Eitt sinn keyrði hún af stað með ökuskírteini, húslykla og sitthvað fleira ofan á bílþakinu. Allt var þetta týnt þegar á áfangastað kom. En Bergdís hafði engar áhyggjur af því, þetta kæmi allt í leitirnar. Og viti menn, nokkrum dögum síðar fékk hún ökuskírteinið sent í pósti. Hún átti einnig erfitt með að rata og ef vinkonurnar ætluðu að vera í samfloti þá kom hún löngu seinna því hún keyrði alltaf lengstu leiðina. Og svo hló hún bara og hristi hausinn spurð hvar hún hefði verið. Bergdís var lítið gefin fyrir að stíga á tær eða rugga bátum og þegar hún og Kristján ákváðu brúðkaupsdag þá féll hann á afmælisdag vinkonu okkar. Bergdís hringdi í hana og hæversklega spurði hvort það væri í lagi að hún gifti sig á afmælisdaginn hennar. Ég held að það séu ekki margir sem hefðu sýnt svona mikla tillitssemi og var mikið hlegið að þessu síðar. Daginn fyrir brúðkaupið hringdi Bergdís í mig í ofboði frá Þingvöllum og hafði ég sjaldan heyrt hana í svo miklu uppnámi. Var hún sannfærð um að tjaldið væri alltof lítið og gestirnir yrðu hangandi með afturendann í tjaldkantinum. En svo var ekki og úr varð stórskemmtilegt brúðkaup sem verður lengi í minnum haft.
Ekkert var betur geymt en hjá Bergdísi. Allt sem ég treysti henni fyrir var sem ég hefði sett það inn í stein. Svona var hún frá því ég kynntist henni níu ára og tel ég það afar sérstakan og sjaldgæfan eiginleika að búa yfir. Þær minningar sem ég hef hér rifjað upp eru sumar af þeim minningum sem Bergdís rifjaði gjarnan upp í gegnum árin, og hló þangað til hún varð eldrauð í framan eins og henni einni var lagið. Og eins prívat manneskja og Bergdís var þá veit ég, sem hún sitji hér við hlið mér og skrifi þetta með mér, að þessum minningum vildi hún deila.
Elsku hjartans vinkona mín, einstök var sú gæfa að eiga þig að og verða samferða þínu yndislega fólki. Nú er komið að sólsetri hjá þér og mikið varstu fallegt sólskin í lífi þeirra er stóðu þér næst. Og þegar ég lít til stjörnubjarts himins veit ég að þú horfir niður þar sem sérlega fallegur engill skildi eftir djúp spor í snjónum.
Fyrsta skipti sem við lékum okkur saman var nýfallinn þykkur snjór á fallegu vetrarkvöldi og við hlupum niður á MR-tún og gerðum snjóengla um allt tún. Við skríktum af hlátri þar sem við lágum í snjónum og horfðum upp í stjörnubjartan himininn. Gengum svo holdvotar og hálffrosnar brosandi heim. Þarna kynntist ég strax því sérstaka og oft fyndna samblandi af varkárni, æðruleysi, gleði og galsagangi sem einkenndi Bergdísi í gegnum lífið. Allt í gegnum unglingsárin lékum við okkur að því að ná hvor í aðra þegar það var nýfallinn þykkur snjór, svo við gætum verið fyrstar til að gera spor í snjóinn niður Bókhlöðustíginn. Og Bergdís bætti gjarnan nokkrum fimleikastökkum við. Við áttum okkar leynistað í Þingholtunum þar sem við eyddum ómældum tíma og ræddum lífsins stóru spurningar. Til að merkja okkur staðinn grófum við niður fjársjóð. Bergdís spurði mig nýlega hvort ég héldi að hann væri þar enn hver veit, kannski maður fari núna í fjársjóðsleit. Við ákváðum að víkka leiksvæðið út fyrir Þingholtin og fórum í sumarbúðir á Úlfljótsvatn. Nema hvað okkur fannst svo leiðinlegt að við ákváðum að strjúka. En þar fór í verra því við vissum ekki í hvaða átt Reykjavík var. Var þetta í fyrsta og eina skiptið í hartnær 40 ár sem ég varð vitni að einbeittum brotavilja og uppreisnargirni hjá Bergdísi. Þess má geta að í kjölfarið fylgdu mörg skemmtileg sumur í Vindáshlíð.
Þegar við vorum fjórtán ára átti kisan mín kettlinga. Bergdís fékk leyfi hjá foreldrum sínum til að velja sér einn. Þegar hún vissi ekki hvern hún ætti að velja spurði Guðni hana hvernig kettlingarnir litu út. Bergdís lýsti þeim og sagði: Svo er einn sem er mjög skrítinn á litinn og hann er minnstur, það vill hann örugglega enginn. Við tökum hann, sagði Guðni og glöð labbaði Bergdís yfir með kettlinginn með skrítna litnum. Júlíus varð stór og feitur á sófanum í Miðstræti 3A og lifði góðu lífi í kattasamfélagi Þingholtanna. Og ekki gleymdi hann að þakka fyrir sig og stundaði það að vekja Guðna vin sinn alltof snemma á morgnana, með klappi á kinn, til að gefa sér að éta. Ég get enn heyrt og séð Bergdísi segja mér hvað pabbi hennar sagði. Alltaf voru þau lík í sér feðginin, að mér fannst.
Bergdís var rólynd, skapgóð og seinþreytt til vandræða. En þrjósk var hún með eindæmum og ef hún vildi eitthvað varð hún heldur þögul, herpti saman varirnar og leit gjarnan framhjá manni. Sjaldan minnast vinkonur hennar þess að hafa rifist við Bergdísi nema þó einu sinni á eftirminnilegan hátt. Þóra Margrét vinkona okkar minnist þess í partíi heima hjá mér og var það um hvort kisur gætu orðið ástfangnar. Þóra hélt nú ekki en Bergdís varði rómantískt líf katta af miklu kappi. Það má vera að hún hafi séð hann Júlíus sinn verða ástfanginn í Þingholtunum.
Bergdís var mjög söngelsk og í Hagaskóla og MR tók hún þátt í leiklist og lærði um tíma söng hjá Jóhönnu Linnet, sem hún hafði mikla unun af. Hallmar Sigurðsson heitinn leikstýrði Bergdísi á Herranótt og hafði á orði að hún ætti jafn mikið erindi inn í leiklistarskólann og bróðir hennar. Bergdís íhugaði um tíma að leggja fyrir sig leiklist, hæfileikar sem fyrst sýndu sig þegar hún lék Oliver bangsa sem barn í þáttum sem pabbi hennar þýddi. En eftir langa íhugun, eins og með flest sem hún tók sér fyrir hendur, ákvað hún að fara aðra leið. Eftir margra ára farsælan starfsferil hjá Landsbankanum togaði svo sköpunargleðin aftur í hana og hún fór í keramiknám. Bergdís blómstraði í keramikinu og þar fengu hennar fjölmörgu hæfileikar að njóta sín, eins og sjá má í fallegu verkunum hennar. Veturinn sem lífið tók snaran snúning var hún í námi í Danmörku þar sem hún naut hverrar stundar með Kristjáni og Elínu Lilju, og Guðni, Júlía og Diljá og fjölskyldan komu í heimsóknir. Það var svo gaman að sjá glampann í augunum á henni og léttleikann í röddinni, í námi sem hún elskaði og umkringd þeim er hún unni mest.
Bergdís var æðrulaus, og gat líka verið mjög utan við sig. Týndi að jafnaði lyklum og öðrum fylgihlutum alla tíð. En hún brosti bara, hló að sjálfri sér og trúði alltaf á það besta í lífinu og í fólki. Eitt sinn keyrði hún af stað með ökuskírteini, húslykla og sitthvað fleira ofan á bílþakinu. Allt var þetta týnt þegar á áfangastað kom. En Bergdís hafði engar áhyggjur af því, þetta kæmi allt í leitirnar. Og viti menn, nokkrum dögum síðar fékk hún ökuskírteinið sent í pósti. Hún átti einnig erfitt með að rata og ef vinkonurnar ætluðu að vera í samfloti þá kom hún löngu seinna því hún keyrði alltaf lengstu leiðina. Og svo hló hún bara og hristi hausinn spurð hvar hún hefði verið. Bergdís var lítið gefin fyrir að stíga á tær eða rugga bátum og þegar hún og Kristján ákváðu brúðkaupsdag þá féll hann á afmælisdag vinkonu okkar. Bergdís hringdi í hana og hæversklega spurði hvort það væri í lagi að hún gifti sig á afmælisdaginn hennar. Ég held að það séu ekki margir sem hefðu sýnt svona mikla tillitssemi og var mikið hlegið að þessu síðar. Daginn fyrir brúðkaupið hringdi Bergdís í mig í ofboði frá Þingvöllum og hafði ég sjaldan heyrt hana í svo miklu uppnámi. Var hún sannfærð um að tjaldið væri alltof lítið og gestirnir yrðu hangandi með afturendann í tjaldkantinum. En svo var ekki og úr varð stórskemmtilegt brúðkaup sem verður lengi í minnum haft.
Ekkert var betur geymt en hjá Bergdísi. Allt sem ég treysti henni fyrir var sem ég hefði sett það inn í stein. Svona var hún frá því ég kynntist henni níu ára og tel ég það afar sérstakan og sjaldgæfan eiginleika að búa yfir. Þær minningar sem ég hef hér rifjað upp eru sumar af þeim minningum sem Bergdís rifjaði gjarnan upp í gegnum árin, og hló þangað til hún varð eldrauð í framan eins og henni einni var lagið. Og eins prívat manneskja og Bergdís var þá veit ég, sem hún sitji hér við hlið mér og skrifi þetta með mér, að þessum minningum vildi hún deila.
Elsku hjartans vinkona mín, einstök var sú gæfa að eiga þig að og verða samferða þínu yndislega fólki. Nú er komið að sólsetri hjá þér og mikið varstu fallegt sólskin í lífi þeirra er stóðu þér næst. Og þegar ég lít til stjörnubjarts himins veit ég að þú horfir niður þar sem sérlega fallegur engill skildi eftir djúp spor í snjónum.
Halla Gunnarsdóttir.