Hver verður næsta krafa um að taka við úrgangi í okkar hreina land? Er allt falt fyrir peninga?
Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

Guðni Ágústsson

Hvert erum við Íslendingar komnir og hvert ætlar græðgin að leiða okkur? Á Ísland að taka við CO2 frá verksmiðjum í Evrópu og dæla hér ofan í jörðina? Nú eru stjórnvöld í Hafnarfirði sögð ginnkeypt fyrir því að flytja hingað þrjár milljónir tonna af C02 og dæla ofan í móður jörð við Hafnarfjörð.

Sjálfsagt eru miklir peningar í boði fyrir að taka við þessum úrgangi og farga honum, því málið virðist vera umfangsmikið á allan hátt. Hver verða umhverfisáhrifin, verði þetta verkefni að veruleika? Hvaða áhrif hefur það á grunnvatnsstöðuna, lífríkið og jarðskjálftavirkni frá borholunum sem verða alls 80 þegar verkefnið er komið í fulla virkni? Verður lífi og heilsu fólks ógnað? Risahöfn mun rísa í Straumsvík, mengandi risatankskip verða í flutningum með úrganginn til förgunar í Hafnarfjörð frá Evrópu. Verkefnið

...