Magnús Már Kristjánsson fæddist 27. ágúst 1957. Hann lést 8. júlí 2024.

Útför fór fram 31. júlí 2024.

Það er þungbært að sjá á eftir góðum félaga sem hefur nú kvatt, allt of snemma, eftir skammvinn veikindi. Við Maggi vorum saman í skóla, allt frá barnaskóla og upp í háskóla. Þá vorum við í framhaldsnámi í Kaliforníu á sama tíma og síðan starfandi um skeið við sömu námsbraut í Háskóla Íslands. Margar góðar minningar koma fram í hugann þegar ég hugsa um samskipti okkar yfir öll þessi ár. Auk efnafræðinnar, sem endaði með að verða okkar starfsvettvangur, áttum við mörg sameiginleg áhugamál en ég fylgdist nú ekki jafn vel með fótboltanum eins og Maggi. Á gagnfræðaskólaárunum fengum við leiðsögn í olíumálun frá Sigfúsi Halldórssyni í kvöldnámskeiðum og Maggi hélt áfram að mála eftir það. Á

...