Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Við höfum beðið í heil 50 ár eftir því að fá fulla aðild að Norðurlandaráði og nú er þolinmæðin á þrotum. Svona hljóðuðu skilaboðin frá Aksel V. Johannesen lögmanni Færeyja í setningarræðu hans á færeyska þinginu í síðustu viku. Þau voru í samræmi við skilaboð Mute B. Egede forsætisráðherra Grænlands sem í sumar tilkynnti að hann hygðist draga Grænland út úr norrænu samstarfi ef ekki yrði breyting á aðkomu þeirra þar.

Þessi alvarlega staða mun án nokkurs vafa setja mark sitt á þing Norðurlandaráðs sem haldið verður í Reykjavík í lok október. Á þinginu er fyrirhugað að taka til afgreiðslu tillögur vinnuhóps sem ég stýrði og varða löngu tímabæra endurskoðun á Helsingforssamningnum, svokallaðri stjórnarskrá hins norræna samstarfs. Samningurinn sem var undirritaður 1962 var síðast endurskoðaður fyrir tæpum þrjátíu árum. Vinnuhópurinn var sammála um mikilvægi ákveðinna breytinga, ekki síst þeirra sem

...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson