Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Í síðustu viku var fjallað um að hagnaður Festar hefði aukist um 78,5% á milli ára. Samfélagsmiðlar tóku við sér og hneyksluðust hressilega á þessari græðgi á meðan fólk glímir við háa vexti á lánum og háa verðbólgu. Skiljanlega – því 78,5% hækkun á gróða á milli ára lítur út fyrir að vera ansi hressileg hækkun. En af því að einföld prósenta segir ekki alla söguna – þá skulum við skoða þetta nánar.

„Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins nam tæpum 1,2 milljörðum og jókst um 78,5% milli ára en hann nam 647 milljónum á sama tímabili síðasta árs,“ segir í frétt mbl.is. Um það bil 550 milljónir aukalega í hagnað. Það er ansi há upphæð á alla mælikvarða. Til samanburðar er það álíka mikið og var sett í framkvæmdasjóð ferðamannastaða allt árið í fyrra. Neytendur landsins eru í raun að borga 550 milljónum meira en á sama tíma í fyrra.

78,5%

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson